Nú þegar styttist í jólin minnir Siðmennt á að leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Hvorki börn né foreldrar eiga að þurfa að gefa upp lífsskoðun sína eða trúarafstöðu í opinberum skólum. Siðmennt áréttar að trú og lífsskoðun er fyrst og fremst einkamál.
Á síðunni hér fyrir neðan má lesa leiðbeiningar Mennta- og menningarmálaráðuneytis og ýmissa sveitarfélaga um samskipti skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Á síðunni er einnig hægt að senda tilkynningu um trúboð eða trúariðkun í opinberum skólum.