Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Könnun: Opinberir skólar eiga að halda trúarlegu hlutleysi

Flestir Íslendingar eru sammála Siðmennt um að opinberir leik- og grunnskólar eigi að halda trúarlegu hlutleysi.

Samkvæmt könnun Maskínu eru rösklega 55% sammála því að leikskólar og grunnskólar í eigu hins opinbera eigi að halda trúarlegu hlutleysi en aðeins um fjórðungur er því ósammála. Þegar hlutföll eru reiknuð milli þeirra sem eru sammála annars vegar og ósammála hins vegar eru 69% sammála en 31% ósammála þessu.

 

Siðmennt, sem lengi hefur talað fyrir trúarlegu hlutleysi opinberra skóla, hefur ítrekað verið sakað um að tala fyrir hönd „háværs  minnihluta“. Ef marka má niðurstöður í könnun Maskínu virðist það þvert á móti vera (hávær?) minnihluti sem er ósammála því að opinberir skólar eigi að halda trúarlegu hlutleysi.

[contentblock id=konnun2015]

Til baka í yfirlit