Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Þingsetning: Siðmennt býður upp á valkost við guðsþjónustu

Löng hefð hefur verið fyrir því að setning Alþingis hefjist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Við síðustu þingsetningu varð breyting þar á þegar Siðmennt bauð þeim alþingismönnum sem ekki kjósa að ganga til kirkju upp á annan valkost. Siðmennt býður alþingismönnum aftur að koma á Hótel Borg áður en þing er sett fimmtudaginn 1. október kl.13:30 og hlýða á Steinar Harðarson, athafnarstjóra, flytja hugvekju um gagnrýna hugsun. Allir alþingismenn, sem og aðrir borgarar (á meðan húsrúm leyfir), eru hjartanlega velkomnir til að eiga stutta samverustund óháð öllum trúarsetningum áður en þeir ganga til þingstarfa.

Til baka í yfirlit