Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming 2010 – Ávarp Dags Fróða Kristjánssonar fermingarbarns

Eftirfarandi ræðu flutti Dagur Fróði Kristjánsson fermingarbarn í fermingarathöfn sinni í Háskólabíói 18. apríl 2010.

Í dag verð ég að manni

Uppskriftin kemur frá Þórarni Eldjárn.

Efst er höfuðið með harðfisk og tölvukubbi

svo hjartað, bara dæla rétt og slétt.

Neðst belgur á tveim fótum fullur af gubbi.

Er formúlan að manni svona létt?

Nei, gleymum því ekki að maðurinn hefur mál.

Málið birtir tilfinningar og sál.

Góðan dag ágætu gestir.

Með tíð og tíma hef ég komist að því að það borgar sig alltaf að vera jákvæður því ef maður fer jákvæður út í hlutina verða þeir miklu skemmtilegri. Ég las einu sinni setningu sem hafði mikil áhrif á mig hún hljómar þannig: þeir sem ná langt í lífinu segja að 90 prósent af öllu sem gerist, gerist innra með manni en aðeins 10 prósent fyrir utan mann. Ég tók því þannig að þá stjórnar maður í raun og veru sinni eigin hamingju.

 

Sjálfstjórn er eitt en þroskinn og frelsið er annað sem ég hef velt fyrir mér. Ég fann þessa ágætu setningu í bókinni Sölku Völku eftir Halldóri Laxness.

„….Allir menn og konur eiga að vera frjáls, innan vissra vébanda, en það þarf mikla víðsýni og andlegan þroska til að kunna að skilja frelsið og rugla því ekki saman við allskonar duttlunga ……eða bara vanþakklæti og ósvífin hugsunarhátt…“

Ég er mjög þakklátur að geta fermst borgaralegri fermingu því ef hún væri ekki til þá færi ég örugglega í kristilega fermingu en hefði ekki verið sáttur við það. Mig langar sérstaklega að þakka fjölskyldu minni fyrir að gefa mér frelsi  og rými til að taka sjálfstæða ákvörðun um að fermast borgaralega.

Að taka þessa ákvörðun um að fermast borgaralega og setja saman þetta ávarp og flytja það er fyrir mér að verða; að manni í dag.

Ég óska öllum hér í salnum til hamingju með þennan merka dag.

Takk fyrir.

Til baka í yfirlit