Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Húmanistaviðurkenning og fræðslu- og vísindaviðurkenning Siðmenntar 2015

HÚMANISTAVIÐURKENNING  SIÐMENNTAR  2015 & FRÆÐSLU- OG VÍSINDAVIÐURKENNING SIÐMENNTAR 2015

 

Fimmtudaginn 29. október var Húmanistaviðurkenning Siðmenntar afhent í ellefta sinn. Á sama tíma voru afhend Fræðslu- og vísindaviðurkenningu félagsins áttunda árið í röð.  Afhendingin fór fram  á Hótel Sögu.

Einstaklingar og félagasamtök sem hafa lagt eitthvað mikilvægt af mörkum í anda húmanismans eiga möguleika á að hljóta viðurkenningar félagsins.

Húmanistaviðurkenninguna í ár fá Erla Hlynsdóttir og Snædís Rán Hjartardóttir. Þær hafa báðar unnið mikilvæga sigra í mannréttindamálum gegn opinberum aðilum.

Eftirtaldir aðilar hafa fengið viðurkenninguna hingað til, en þau voru fyrst veitt árið 2005:  

Samtökin 78, Ragnar Aðalsteinsson,Tatjana Latinovic, Rauði Kross Íslands, Alþjóðahús, Hörður Torfason, Páll Óskar Hjálmtýsson, samtökin Liðsmenn Jeríco, Viðar Freyr Guðmundsson, Gunnar Halldór Magnússon Diego, Jón Gnarr, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Katrín Oddsdóttir og Helga Vala Helgadóttir

Mynd: Svanur Sigurbjörnsson

Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í ár eru þær Ugla Stefanía Jónsdóttir og Kittý Anderson fyrir óþrjótandi baráttu og kynningu á réttindum og málefnum trans- og intersex fólks.

Þeir sem hafa fengið Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar á undanförnum árum, en hún var veitt í fyrsta sinnið árið 2008 eru:

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, Orri Harðarson, Ari Trausti Guðmundsson, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn, Örnólfur Thorlacius, Pétur Halldórsson og Ævar Þór Benediktsson.

Úr stefnuskrá Siðmenntar

Siðferðilegur grunnur

Mynd: Svanur Sigurbjörnsson

Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Félagið byggir starfsemi sína og lífssýn á siðrænum húmanisma (manngildishugsjóninni), sem er lífsviðhorf óháð trúarsetningum. Félagið stendur vörð um rétt einstaklinga til að þroskast á ólíkum forsendum og hvetur þá til ábyrgðar bæði á eigin velferð og annarra.

Þekking og menntun

Siðmennt telur að uppgötvanir í vísindum og nýjungar í tækni geti stuðlað að betra lífi. Siðmennt hvetur til gagnrýninnar hugsunar og telur að nýjar hugmyndir eigi að standast fræðilega rannsókn; að öðrum kosti eigi að vantreysta þeim.

 

Til baka í yfirlit