Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Breytingar á stjórn Siðmenntar

Jóhann Björnsson hefur ákveðið að hætta í stjórn Siðmenntar. Hann mun áfram starfa fyrir félagið að áframhaldandi þróun fræðslu borgaralegra ferminga, sem athafnarstjóri og við önnur tilfallandi verkefni fyrir Siðmennt.

Sigurður Hólm Gunnarsson, sem var varaformaður, tekur við sem formaður félagsins. Kristinn Theodórsson, sem var varamaður í stjórn, kemur inn í aðalstjórn.

Stjórn Siðmenntar þakkar Jóhanni fyrir afar góð störf í hlutverki formanns. Það hafa verið forréttindi að vinna með honum á þessum vettvangi.

Ný stjórn Siðmenntar er sem hér segir:

Sigurður Hólm Gunnarsson – Formaður
Auður Sturludóttir – Varaformaður
Hope Knútsson – meðstjórnandi
Margrét Pétursdóttir – Ritari
Kristinn Theodórsson – Gjaldkeri

Til baka í yfirlit