Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming 2011 – Kynningarfundur í Reykjavík

Kynningarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu 2011 og aðstandendur þeirra verður haldinn:

Laugardaginn 13. nóvember 2010 kl. 11:00 – 12:00 í sal 1 í Háskólabíói

Á kynningarfundinum verður næsta fermingarnámskeið Siðmenntar kynnt, gert grein fyrir einstökum efnisþáttum, tímum og umsjónarmönnum þeirra. Skráningarblöðum verður dreift og fólk velur hvaða námskeið hentar því best. Munið að koma með penna.

Ennfremur verður greint frá tilhögun væntanlegrar athafnar næsta vor og sýnt verður kynningarmyndband frá athöfnunum sem haldnar voru vorið 2010.

Það er þegar búið að manna nefnd foreldra og forráðamanna til að hafa umsjón með athöfninni.

Mikilvægt er að sem flestir mæti sem ætla að taka þátt í Reykjavíkur prógramminu, en við ætlumst EKKI til að landsbyggðarfólk sem býr langt í burtu mæti. Fólk sem verður í Akureyrar prógramminu hefur þegar sótt sinn kynningarfund þar nyrðra en fær samt þetta fundarboð til fróðleiks. Landsbyggðarfólk og aðrir sem komast ekki á kynningarfundinn eiga að hafa samband við Hope (hope@sidmennt.is) og hún mun senda fyrirlesturinn til þeirra.

Merkið fundartíma og stað inn á dagatalið!

Nánari upplýsingar veitir Hope Knútsson – símar 557-3734 eða 567-7752

Aðrar upplýsingar:

Vikulegt námskeið í Kvennaskólanum í Reykjavík hefst vikuna 10.-14. janúar 2011.

 

Helgarnámskeið í Reykjavík: fyrir landsbyggðarfólk á Suðurlandi og Vesturlandi verður haldinn í Réttarholtsskóla í Reykjavík. Fyrri hluti verður 5.-6. febrúar og seinni hluti 5.-6. mars. Laugardagana stendur námskeiðið yfir frá kl. 10-16 og sunnudagana frá kl. 10-15

Helgarnámskeið á Akureyri: fyrir landsbyggðarfólk á Norðurlandi og Austurlandi verður haldinn í Brekkuskóla á Akureyri. Fyrri hluti verður 29.-30 janúar og seinni hluti 19.-20 febrúar. Laugardagana stendur námskeiðið yfir frá kl. 10-16 og sunnudagana frá kl. 10-15.

Til baka í yfirlit