Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Forseti Íslands setur alþjóðlega ráðstefnu Siðmenntar 1. júní

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, mun setja alþjóðlega ráðstefnu Siðmenntar þann 1. júní næstkomandi. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþjóðasamtök Húmanista og Evrópusamtök Húmanista en bæði samtökin halda aðalfundi sína á Íslandi þessa sömu helgi. Sú hefð hefur skapast í þessu alþjóðlega samstarfi að þau samtök sem hýsa aðalfundina hverju sinni bjóði þátttakendum upp á alþjóðlega ráðstefnu samhliða.

Mun þetta vera í fyrsta skipti í sögunni sem að þjóðhöfðingi ávarpar slíka ráðstefnu, og erum við hjá Siðmennt afar ánægð að geta tilkynnt formlega um þátttöku Guðna Th. Jóhannessonar.

Ráðstefnan fer eins og áður sagði fram þann 1. júní næstkomandi og er yfirskrift hennar: „What are the Ethical Questions of the 21st Century?“ Tólf ræðumenn frá fimm löndum munu flytja erindi á ráðstefnunni.

Vefsíðu ráðstefnunnar má sjá með því að smella hér en skráning fer fram í gegnum Iceland Travel.

Félagsmenn í Siðmennt fá 5.000 króna afslátt af ráðstefnugjaldinu, sem 169 evrur alls fyrir allan daginn, og er hádegisverður innifalin í því.

Afsláttarkóða má fá með því að senda tölvupóst á skrifstofa@sidmennt.is

Til baka í yfirlit