Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Aðalfundur Siðmenntar 2024

Aðalfundur Siðmenntar 2024

Aðalfundur Siðmenntar 2024 var haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00 í sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 26. Fundarstjóri var Andrés Fjeldsted og fundarritari Jóna María Ólafsdóttir.
Sjá ársskýrslu hér.

Ársreikningur 2023 var samþykktur.
Tvær tillögur um lagabreytingar bárust fyrir fundinn, sú fyrri er lýtur að boðun aðalfundar var samþykkt eftir lagabreytingartillögu og sú seinni sem lýtur að fækkun varastjórnarmanna úr fjórum í tvo var samþykkt. Félagsgjöld verða óbreytt 5.000,- kr. á ári.
Að lokum var samþykkt að formaður stjórnar fái greitt kr. 150.000 á mánuði fyrir stjórnarstörf.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:
Fræðslu- og vísindaviðurkenning
Geðhjálp - kr 200.000 fyrir að fræða íslensku þjóðina.

Húmanistaverðlaun
1. Aðgerðarhópur kvenna fyrir Palestínu - kr. 200.000 fyrir fordæmalausan húmanisma í verki.
2. Hope Knútsson - skartgripur fyrir margra áratuga vinnu í þágu félagsins.

Etirfarandi voru kjörin í stjórn Siðmenntar:
Meðstjórnendur
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
Kristrún Ýr Einarsdóttir
Sigurður Rúnarsson
Viggó E. Viðarsson

Varamenn
Árni Grétar Jóhannsson
Benedikt Sigurðarson
Helga Bára Bragadóttir
Mörður Árnason

Viðurkenningarhafar
Viðurkenningarhafar (Fjórir fulltrúar frá Aðgerðarhópi kvenna, Hope Knútsson, fulltrúi frá Geðhjálp)


Stjórn, varastjórn og Inga formaður (á mynd vantar Mörð Árnason)

Til baka í yfirlit