Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fyrsta giftingin á vegum Siðmenntar

Á laugardaginn 22. september n.k. verður brotið blað í sögu Siðmenntar. Í tilefni þess sendi Siðmennt út eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla.

 

Þann 22. september verða gefin saman V.S. og S.F. kl 14:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík, af Jóhanni Björnssyni athafnarstjóra Siðmenntar. Þetta er í fyrsta sinn sem veraldleg gifting fer fram á vegum Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og er hún haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík þrátt fyrir að ekki sé um trúarlega athöfn að ræða.

Siðmennt er lífsskoðunarfélag og hefur boðið uppá borgaralegar fermingar undanfarin 19 ár. Félagið er nú í óðaönn að útvíkka þjónustu sína og mun fljótlega bjóða uppá veraldlegar giftingar og útfarir allt árið um kring. Þessar veraldlegu þjónustur við félagslegar athafnir fjöldskyldunnar eru góður valkostur fyrir fólk sem telur sig trúlaust, efahyggjufólk eða húmanista og eru í örum vexti víða um heim.

Þau V. og S. munu gangast undir lagalega / borgaralega vígslu hjá sýslumanni rétt fyrir athöfnina í Fríkirkjunni á vegum Siðmenntar en félagið hefur ekki sama rétt og trúfélög hvað lagalegu hliðina varðar.

Siðmennt er ákaflega þakklátt sóknarprestum og starfsfólki Fríkirkjunnar fyrir veitta aðstoð.

Til baka í yfirlit