Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Er þín skráning í trú- eða lífsskoðunarfélag rétt? Athugaðu málið fyrir 1. desember

Trú- og lífsskoðunarfélög fá styrk frá hinu opinbera, svokölluð „sóknargjöld,” í samræmi við stöðu félagatals í þjóðskrá 1. desember árið áður.

Sumir hafa e.t.v. aldrei pælt í sinni skráningu, og eru margir eru skráðir í trúfélag (t.d. Þjóðkirkjuna) án þess að gera sér grein fyrir því, en um árabil var það þannig að börn voru sjálfkrafa skráð í trúfélag móður við fæðingu.

Við hvetjum þig til að skoða skráningu þína og leiðrétta ef hún er ekki í samræmi við þinn vilja fyrir 1. desember.

Siðmennt tekur fagnandi á móti öllum nýjum félögum, en stærra og öflugra félaga hjálpar okkur að vinna ötullega að góðum málefnum. Ef þú ert trúlaus eða húmanisti og vilt styðja Siðmennt, félags siðrænna húmanista á Íslandi, þá hvetjum við þig til að skrá þig í Siðmennt. Um leið bendum við á að þú getur skráð þig utan trúfélaga en minnum á að „sóknargjöld“ þeirra sem standa utan félaga fara ekki til háskólans eins og áður.

Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytilegt samfélag

Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju

Skráning í Siðmennt hjá Þjóðskrá  (kostar þig ekkert) í fjórum skrefum:

1) Farðu inn á  Skra.is og skráðu þig inn með því að nota Íslykil eða rafræn skilríki (ef þig vantar Íslykil getur þú sótt um hann á sömu síðu).

2) Veldu  „Breyta trú- og lífsskoðunarfélagi“.

3) Finndu „Breyting á skráningu“ og hakaðu í „Velja trú- og lífsskoðunarfélag“ og veldu svo „Siðmennt“ úr listanum.

4) Smelltu svo á: „Senda tilkynningu“.

Til baka í yfirlit