Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Málþing á Akureyri um tjáningarfrelsið

„Á maður að segja allt sem maður má segja? – Hver eru mörk tjáningarfrelsis í skólastarfi?“

Laugardaginn 1. október heldur Siðmennt málþing um tjáningarfrelsið á Hótel KEA kl. 11:00-13:00.

Skráning á málþingið á Facebook


Upptaka af málþinginu

Umræða um tjáningarfrelsið hefur aukist á undanförnum árum. Áleitnar spurningar hafa vaknað um frelsi fólks til að tjá sig:

  • Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?
  • Hvenær er tjáning hatursorðræða?
  • Geta opinberir starfsmenn sagt allt það sem þeim liggur á hjarta utan vinnutíma? Svo sem á eigin Facebook síðu, bloggi eða í fjölmiðlum?
  • Er hægt að takmarka á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna?
  • Á maður að segja allt sem maður má segja?

 Siðmennt boðar til málþings til að ræða meðal annars þessar spurningar.

 Þrír frummælendur munu flytja stutt erindi en síðan verður boðið upp á pallborðsumræður og tekið á móti spurningum fundargesta.

Frummælendur:

Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og formaður Siðmenntar.
Erindi: „Þegar kennarinn kennir sjálfan sig – Eru hommar, húmanistar og trúboðar í skólum landsins?“

Sigrún Sveinbjörnsdóttir, prófessor í sálfræði við félags- og hugvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Erindi: „Sjálfsmynd barna og unglinga í mótun – orð og ábyrgð kennara.“

Sigurður Kristinsson er prófessor í heimspeki við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Erindi: „Tjáningarfrelsi og ábyrgð fagstétta.“

Fundarstjóri:

Dr. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. 

Nánar um frummælendur og fundarstjóra:

Jóhann Björnsson
Jóhann Björnsson er BA í heimspeki frá Háskóla íslands. MA í heimspeki frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu, Kennsluréttindi frá Háskóla íslands. Jóhann hefur stundað kennslu í grunnskóla og í fullorðinsfræðslu undanfarin ár.

Jóhann hefur verið formaður Siðmenntar frá febrúar 2015 en setið í stjórn síðan 1997. Hann hefur kennt á undirbúningsnámskeiðum fyrir borgaralega fermingu frá 1997 ásamt því að vera kennslustjóri námskeiðanna.

___

Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Sigrún Sveinbjörnsdóttir er prófessor í sálfræði við félags- og hugvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Rannsóknir hennar snúa að málefnum unglinga, hvernig þau spjara sig – og hefur m.a. þróað kvarða til að meta spjörunaraðferðir unglinga.

Sigrún hefur verið hluti af rannsóknarteyminu „Heilsa og lífskjör skólabarna“ frá 2005 (sjá www.hbsc.org ) sem er alþjóðlegt rannsóknarsamstarf undir væng Evrópudeildar WHO. Þáttur hennar þar hefur verið að skoða líðan og ýmiss konar viðhorf og aðstæður hinsegin unglinga  og er með upplýsingar frá fyrirlögnum 2006, 2010 og 2014 – en tæp 90% allra unglinga á landinu svara spurningalistum á fjögurra ára fresti. Á þessum gögnum byggir Sigrún erindi sitt.

___

Sigurður Kristinsson
Sigurður Kristinsson er prófessor í heimspeki við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá Cornell háskóla 1996 og hefur kennt við Háskólann á Akureyri frá árinu 2000.

Helstu sérsvið rannsókna hans eru siðfræði, siðfræðileg sálarfræði og stjórnmálaheimspeki. Hann hefur m.a. lagt stund á siðfræði starfsgreina og er höfundur bókarinnar Siðareglur, sem út kom hjá Siðfræðistofnun árið 1991.

___

Sigrún Stefánsdóttir

Dr. Sigrún Stefánsdóttir er forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt og hefur komið víða við m.a. sem fréttamaður hjá RÚV og verið kennari  á háskólastigi í fræðum tengdum fjölmiðlum. Sigrún er fædd og uppalin á Akureyri.

Til baka í yfirlit