Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðmennt styrkir hjálparstarf húmanista í Nepal

Siðmennt styrkir hjálparstarf húmanista í Nepal

Stjórn Siðmenntar samþykkti á fundi sínum að styðja við hjálparstarf sem unnið er af Society for Humanism Nepal (SHN), systursamtökum Siðmenntar í Nepal. Ákveðið var að veita 100.000 krónur til félagsins en áður hafði félagið veitt Rauða krossi Íslands 500.000 króna framlag stuttu eftir að jarðskjálftinn 25. apríl reið yfir.

International Humanist and Ethical Union (IHEU), alþjóðasamtök siðrænna húmanista sem Siðmennt er aðili að, hvatti aðildarfélög sín til að styðja við hjálparstarf SHN sem felst í að koma á fót athvarfi þeirra sem hafa misst heimili sín í skjálftanum en ekki verður hægt að endurbyggja þau áður en rigningatímabilið hefst en það er á næsta leiti. Að auki munu samtökin dreifa matvælum til þurfandi. Yfir 1000 sjálfboðaliðar á vegum samtakanna starfa við hjálparstarfið.

„Vil teljum það siðferðilega skyldu okkar sem manneskjur að styðja við fólk í neyð“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. „Tala látinna er mjög há og heimili tug þúsunda eyðilögðust í skjálftanum. Siðmennt ákvað að nota hluta af því fjármagni sem það fær greitt úr ríkissjóði með hverjum félagsmanni til að koma samfélaginu í Nepal á réttan kjöl. Þó að upphæðirnar virðast smáar í samanburði við þá miklu þörf á uppbyggingu er peningum betur komið þar.“

Um Siðmennt
Siðmennt var skráð veraldlegt lífsskoðunarfélag 3. maí 2013. Félagið talar fyrir veraldlegu samfélagi sem byggir á mannréttindum og lýðræði. Siðmennt berst fyrir fullu trúfrelsi sem m.a. felur í sér aðskilnað ríkis og kirkju og að hið opinbera hætti beinum afskiptum af  trúar- eða lífsskoðunum fólks.

Siðmennt hefur í 27 ár boðið upp á borgaralegrar fermingar sem verða vinsælli með hverju árinu. Frá 2008 hefur félagið einnig boðið upp á aðrar félagslegar athafnir s.s. giftingu, nafngjafir og útfarir.

Fyrir hönd stjórnar Siðmenntar
Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar
netfang: johann@sidmennt.is, sími: 844-9211

Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar
netfang: siggi@sidmennt.is, sími: 898-7585

Vefur Siðmenntar: http://sidmennt.is/
Siðmennt á Facebook:  https://www.facebook.com/sidmennt

Til baka í yfirlit