Siðmennt á Facebook

Siðmennt bauð upp á hugvekju í Iðnó fyrir þingmenn vegna setningar Alþingis í dag eins og félagið hefur gert frá árinu 2009.

Jón Ólafsson, tónlistarmaður, söng og spilaði tvö lög og Jón Ólafsson, heimspekingur, flutti hugvekju á meðan gestir snæddu súpu með heimabökuðu brauði.
Erindi Jóns Ólafssonar, heimspekings, bar titilinn: „Sýnd og reynd - Hvers vegna ætti almenningur að treysta stjórnmálamönnum?“
... Sjá meiraSjá minna

Siðmennt bauð upp á hugvekju í Iðnó fyrir þingmenn vegna setningar Alþingis í dag eins og félagið hefur gert frá árinu 2009. 

Jón Ólafsson, tónlistarmaður, söng og spilaði tvö lög og Jón Ólafsson, heimspekingur, flutti hugvekju á meðan gestir snæddu súpu með heimabökuðu brauði.
Erindi Jóns Ólafssonar, heimspekings, bar titilinn: „Sýnd og reynd - Hvers vegna ætti almenningur að treysta stjórnmálamönnum?“

 

Skrifa athugasemd á Facebook

Um er að ræða veraldlegan valkost við dómkirkjuferð þingmanna við þingsetningu. Atburðurinn skarast ekki á við dómkirkjuferðina og því geta þingmenn líka farið í kirkju ef þeir kjósa. Það er mikilvægt að eiga val! Hugvekja Siðmenntar er fyrir alla, óháð trú- eða lífsskoðun. Ekkert trúboð (eða trúleysisboð) fer fram á þessum vettvangi. Hugvekjurnar hafa yfirleitt verið heimspekilegar og fræðandi. Ágætt að koma þessu á framfæri fyrir virka í athugasemdum 🙂

Eru þeir sem ekki eru þarna kristnir eða hræsnarar?

Góð hugmynd hjá ykkur að vera með trúboð þarna.

26. 08. 2018

Valdís Vera Einarsdottir

Vonandi koma fleiri tl með að vilja fermast í desember....

NÝJUNG – Haustnámskeið / athöfn í desember
Vegna mikillar eftirspurnar þá verður í fyrsta skipti boðið upp á námskeið sem hefst í haust. Haustnámskeiðið verður haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fyrsti kennslutíminn verður 18. september og síðan verður kennt alla þriðjudaga fram til 27. nóvember frá kl. 16:40 til 18:00.

Aðeins verða 50-60 sæti í boði og kennt í tveimur hópum og um leið og þau fyllast verður lokað fyrir skráningu.

Stefnt er að því að bjóða upp á athöfn í Háskólabíói 2. desember kl 13:00 fyrir þau börn sem sækja haustnámskeið.

Það er þó háð því að a.m.k. 25 óski eftir að halda athöfn á þessum tíma. Ef nægjanlegur fjöldi næst ekki býðst börnum að velja athöfn að vori.
... Sjá meiraSjá minna

Load more
Close Menu
×
×

Cart