Nýtt kennsluráð skipað

Nýtt kennsluráð borgaralegrar fermingar hefur nú verið skipað og mun taka við umsjón fermingarfræðslunnar. Ráðið mun setja saman námskrá, undirbúa fjarnám, hafa umsjón með þjálfun

Lesa meira »

Áhrif COVID-19

Smelltu á gjallarohornið til að lesa um áhrif COVID-19 á fermingarfræðslu og fermingarathafnir.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Siðmennt á Facebook

Efahyggjumaðurinn og Íslandsvinurinn James Randi er látinn, 92 ára að aldri. Randi var um áratuga skeið leiðandi í Bandaríkjunum í að fletta ofan af svikahröppum og falsmiðlum.

Þá kom hann á fót sérstakri stofnun, The James Randi Educational Foundation, sem hét hverjum þeim sem sýnt gæti fram á yfirnáttúrulega hæfileika einni milljón bandaríkjadala. Margir hafa spreitt sig en enginn staðist prófið.

Randi kom til Íslands árið 2010 og hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskóla Íslands sem bar heitið "Svefn skynseminnar" - Í fyrirlestrinum fjallaði Randi um nýjar ófreskjur sem att er fram til að féfletta og níðast á auðtrúa almenningi um allan heim.

Heimsókn James Randi var samstarfsverkefni Siðmenntar og Vantrúar, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri, þar sem Randi stillti sér upp með stjórnarfólki úr báðum félögum.

Við minnust Randi með hlýju og kveðjum öflugan bandamann í stríðinu gegn hindurvitnum.
... Sjá meiraSjá minna

Efahyggjumaðurinn og Íslandsvinurinn James Randi er látinn, 92 ára að aldri. Randi var um áratuga skeið leiðandi í Bandaríkjunum í að fletta ofan af svikahröppum og falsmiðlum.

Þá kom hann á fót sérstakri stofnun, The James Randi Educational Foundation, sem hét hverjum þeim sem sýnt gæti fram á yfirnáttúrulega hæfileika einni milljón bandaríkjadala. Margir hafa spreitt sig en enginn staðist prófið.

Randi kom til Íslands árið 2010 og hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskóla Íslands sem bar heitið Svefn skynseminnar - Í fyrirlestrinum fjallaði Randi um nýjar ófreskjur sem att er fram til að féfletta og níðast á auðtrúa almenningi um allan heim.

Heimsókn James Randi var samstarfsverkefni Siðmenntar og Vantrúar, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri, þar sem Randi stillti sér upp með stjórnarfólki úr báðum félögum.

Við minnust Randi með hlýju og kveðjum öflugan bandamann í stríðinu gegn hindurvitnum.

Skrifa athugasemd á Facebook

Færri komust að en vildu á fyrirlesturinn á sínum tíma. Salurinn tók 180 manns í sæti en um 300 var hleypt inn að lokum og einhverjr þurftu frá að hverfa. Hér má sjá upptöku frá fyrirlestrinum fyrir áhugasama youtu.be/9mEFxW1Ip7M

Á vefsíðu Vantrúar má svo lesa ítarlega umfjöllun um fyrirlesturinn og heimsóknina - www.vantru.is/2010/07/16/14.00/

20. 10. 2020

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

Athafnir Siðmenntar á árinu 2020 urðu ekki alveg jafn margar og vonir stóðu til, útaf svolitlu... En það þýðir þó ekki að við höfum setið auðum höndum enda allir reynt að gera það besta úr ástandinu eins og hægt var. Á árinu hafa fimm athafnastjórar náð stórum áföngum þegar kemur að fjölda athafna, og langaði okkur að senda þeim rafrænt hrós hér yfir netið!

Þeir Bjarni Snæbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson eru báðir komnir með yfir 100 athafnir í sarpinn, og bætast þar í fámennan úrvalshóp reynslubolta úr röðum athafnastjóra.

Þá voru þrír athafnastjórar sem rufu 50 athafna múrinn í ár, þau Arnar Snæberg Jónsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir.

Við óskum þeim til hamingju með áfangana og þökkum þeim um leið fyrir frábærlega unnin störf fyrir félagið. Án athafnastjóranna væri víst engin athafnaþjónusta!
... Sjá meiraSjá minna

Athafnir Siðmenntar á árinu 2020 urðu ekki alveg jafn margar og vonir stóðu til, útaf svolitlu... En það þýðir þó ekki að við höfum setið auðum höndum enda allir reynt að gera það besta úr ástandinu eins og hægt var. Á árinu hafa fimm athafnastjórar náð stórum áföngum þegar kemur að fjölda athafna, og langaði okkur að senda þeim rafrænt hrós hér yfir netið!

Þeir Bjarni Snæbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson eru báðir komnir með yfir 100 athafnir í sarpinn, og bætast þar í fámennan úrvalshóp reynslubolta úr röðum athafnastjóra.

Þá voru þrír athafnastjórar sem rufu 50 athafna múrinn í ár, þau Arnar Snæberg Jónsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir.

Við óskum þeim til hamingju með áfangana og þökkum þeim um leið fyrir frábærlega unnin störf fyrir félagið. Án athafnastjóranna væri víst engin athafnaþjónusta!
Load more