Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fréttatilkynning: Þjóðkirkjan á ekki að breiða út fordóma

Stjórn Siðmenntar harmar að Þjóðkirkja Íslands skuli, ásamt öðrum íslenskum trúfélögum, boða til samkomu hér á landi með predikaranum Franklin Graham sem reglulega hefur boðað fordóma gagnvart hinsegin fólki.

Siðmennt, sem ávallt hefur barist fyrir mannréttindum hinsegin fólks og gegn fordómum í þeirra garð, minnir á að Þjóðkirkjan nýtur sérstaks stuðnings frá hinu opinbera og verndar í stjórnarskrá. Siðmennt telur ólíðandi að slík stofnun taki þátt í að breiða út fordóma gagnvart minnihlutahópum í íslensku samfélagi og annars staðar.

Til baka í yfirlit