Athafnaþjónusta

Athafnaþjónusta Siðmenntar

Fallegar og virðulegar athafnir
Siðmennt býður upp á veraldlegar athafnir miðaðar að þörfum fólks með veraldlegar eða húmanískar lífsskoðanir. Athafnir Siðmenntar eru opnar öllum óháð lífsskoðun, t.d. trúuðu fólki sem af einhverjum ástæðum óskar ekki eftir trúarlegri athöfn. Í athöfnum Siðmenntar er lögð áhersla á hið sammannlega.
Nánar um Siðmennt

  Hvað er veraldleg athöfn?

Veraldlegar athafnir eru miðaðar að þörfum fólks með veraldlegar/húmanískar lífsskoðanir, en eru opnar öllum óháð lífsskoðun, t.d. trúuðu fólki sem af einhverjum ástæðum óskar ekki eftir trúarlegri athöfn. Í athöfnum Siðmenntar er lögð áhersla á hið sammannlega.

Veraldlega athöfn er í boði fyrir alla en þó með þeim fyrirvara að athafnarstjóri Siðmenntar flytur ekki trúarlegt efni eða blessanir. Þá getur yfirbragð athafnarinnar ekki heldur verið trúarlegt, þ.e. trúarlegir sálmar eða ljóð verða ekki hluti af athöfninni. Á þessu geta þó verið einhverjar takmarkaðar undantekningar undir sérstökum kringumstæðum (t.d. ef einhver trúaður ættingi óskar eftir að fara með eitthvað trúarlegt efni). Fólki sem vill byggja athafnir sínar á trú er því góðfúslega bent á að leita til trúfélags.

Senda má fyrirspurnir um þjónustu athafnarstjóra á athafnir@sidmennt.is til framkvæmdastjóra félagsins, Bjarna Jónssonar, sem sér um umsýslu athafnanna (frá 1.9.2015).

Fagumsjónarmaður (gæði, kennsla) athafnaþjónustu Siðmenntar er Svanur Sigurbjörnsson. Allt athafnarstarf félagsins er í umboði formanns þess, Jóhanns Björnssonar.

 Athafnaþjónusta - Efnisyfirlit       Nafngjöf       Gifting       Útför    
Þann 3. maí 2013 fékk Siðmennt staðfestingu á skráningu þess sem lögformlegt lífsskoðunarfélag. Með því fylgir réttur athafnarstjóra félagsins að sjá um löggjörning giftingar.
Siðmennt hóf athafnaþjónustu sína (við aðrar athafnir en fermingu) formlega 29. maí árið 2008 þegar fyrsta útförin á vegum félagsins fór fram. Fyrsta lögformlega giftingin sem athafnarstjóri frá Siðmennt sá um fór fram 18. maí 2013. Félagið hefur á að skipa fjölda athafnastjóra sem hafa vígsluréttindi.

  Framkvæmd og undirbúningur

Þær snúast um þann kjarna sem hverri tegund athafnar fylgir. Í nafngjöf er það tilkynning og opinberun nafns barnsins í faðmi fjölskyldu og vina. Í giftingu eru það heityrðin og lögfestingin og í útför er það heiðrun minningu hins látna og sameiginleg kveðjustund syrgjenda. Lögð er áhersla á hina sammannlegu upplifun einlægra tilfinninga og virðuleiki og hlýleiki höfð í fyrirrúmi. Mikið rými er fyrir persónulegar útgáfur og breytileika eftir óskum hvers og eins og aðstoðar athafnarstjórinn við útfærslur á hugmyndum.

Það má auðvitað bæta við tónlistaratriðum / upplestri á milli annarra liða og breyta til á ýmsa vegu. Sumt getur vel gengið, annað síður og ráðleggur athafnarstjórinn í því sambandi.

Hugvekjur athafnarstjóra eru stuttar heimspekilegar ræður um þau mál sem eru viðeigandi hverju sinni, t.d. um þroska barna við nafngjafir, ástina, vináttuna og virðinguna við giftingar og ýmislegt um lífsleiðina við útfarir. Saga pars í giftingum er stutt tala um það hvernig hjónaefnin hittust og annað skemmtilegt eða þeim mikils virði í sögu þeirra fram að giftingunni.

Athafnarstjórar frá Siðmennt klæðast látlausum spariklæðnaði og þeim fylgja ekki neinir munir eða spjöld til auglýsingar.

Aðilar að nafngjöf eða giftingu fá undirritað vandað staðfestingarvottorð frá athafnarstjóranum að athöfn lokinni. Það er innifalið í verði þjónustunnar.

Í undirbúningi þessara athafna hittir athafnarstjórinn umbeiðendur í viðtali og svo við æfingu (gifting) fyrir athöfnina. Þetta er innifalið í verðinu, en ef að aka þarf langar vegalengdir (yfir 30 km í heild) þarf að greiða aukalega fyrir það samkvæmt sanngjörnum taxta (per km). Einnig getur komið til þess að greiða þurfi hóflegt tímagjald fyrir ferðir sem taka lengur en 1 klst. og ef dvöl á staðnum er lengri en 1 klst.

 Athafnaþjónusta - Efnisyfirlit       Nafngjöf       Gifting       Útför    

  Fjöldi athafna

Athöfnum Siðmenntar fjölgar á hverju ári. Eftir að Siðmennt fékk skráningu sem lögformlegt lífsskoðunarfélag 3. maí 2013 hefur fjöldi athafna margfaldast.

Hér er mynd sem sýnir þessa þróun:

 Athafnaþjónusta - Efnisyfirlit       Nafngjöf       Gifting       Útför    

  Staðsetningar athafna á landinu

Í lok ágúst 2014 höfðu athafnir (utan borgaralegrar fermingar) farið fram á eftirfarandi stöðum:

Hús / salir

Reykjavík (nánast öll póstnúmer)Grasagarðurinn, Elliðaárdalurinn (víða), Elliðavatn, Heiðmörk, HafravatnSkerjafjörðurKjósin (víða)MeðalfellsvatnAkureyriLystigarðurinn
SeltjarnarnesGróttaHveragerðiAkranesMývatn
KópavogurSelfossSkorradalsvatnHöfn í Hornafirði
MosfellsbærStokkseyriHvalfjarðarsveit Kirkjufellsfoss
Garðabær GarðaholtGrímsnes ÞrastarskógurLundarreykjadalur Búðir
Hafnarfjörður Hellisgerði HvaleyrarvatnHaukadalsskógur Gullfoss
ReykjanesbærHvolsvöllur Skógarfoss Seljalandsfoss
GrindavíkÞingvellir Oxarárfoss
 KleifarvatnFlúðir Sæbóli, Aðalvík
 ViðeyDyrhólaey og Vík Reynisfjara Jökulsárlón

Staðir athafna (útfarir, nafngjafir og giftingar)

Norræna húsiðSalur Reykjavíkurvegi, Hfj.Fáksheimilið (útför)Fríkirkjan í Reykjavík
Salur Suðurlandsbr. 4Félagsheimili GrímsnesiSalur Faxafeni 11 (útför)Seltjarnarneskirkja
Salur Skúlagötu 40aFélagsheimili KjósSalur GrandagarðiFélagsheimili Frík.Rvk.
Salur Laugavegi 178Félagsheimili GrafarvogiSafn SeltjarnarnesiHáteigskirkja (útför)
Salur ElliðaárdalSalur GrindavíkSalur KópavogiGarðakirkja (útför)
Salur Grand HótelSalur Lundarreykjadal Oddfellow, Ak, HfGuðríðarkirkja
Salur Hótel HoltFélagsheimili Flúðum Sjónarhóll, Hf.Fossvogskirkja (útför)
Nauthóll, SkerjafirðiFélagsheimili, Hvítársíðu Frost & funi, HveragerðiFossvogskapella (útför)
Salur Arkarholti, Mos.Hótel BúðirBænhús Fossvogi (útf.)
Salur Leirártungu, MosSalur Selfossi (Oddfellow) Héðinsminni, Skagafirði.Þingvallakirkja
Listasafn Sigurjóns Ól. Safnahúsið ÞjóðveldisbærinnÁrbæjarkirkja

Þetta er ekki tæmandi listi en gefur mynd af því flestu.  Samtals hafa farið fram 265 athafnir þegar þetta er ritað (29.8.2014).

 Athafnaþjónusta - Efnisyfirlit       Nafngjöf       Gifting       Útför    

  Kostnaður

Nafngjöf kostar 16.500 krónur.
Félagsmenn Siðmenntar fá 5.000 kr. afslátt á hvort foreldri, samtals 10.000 kr. ef báðir eru skráðir. Innifalið í kostnaði er viðtal við foreldra, ráðgjöf um nafngjöfina, ræðuskrif og annar undirbúningur.

Gifting kostar 45.000 krónur.
Félagsmenn Siðmenntar fá afslátt sem nemur kr. 10.000 á mann og samtals 20.000 kr. ef bæði hjónaefni eru skráð í félagið. Innifalið í kostnaði er viðtal við hjónaefnin, ráðgjöf um athöfnina, æfing ef þurfa þykir, ræðuskrif og annar undirbúningur.

Útför kostar 34.000 krónur.*
Útfarir eru félögum í Siðmennt að kostnaðarlausu. Það gildir einnig ef maki er í Siðmennt eða ef um útför barns (0-17 ára) er að ræða óháð aðild. Annars er afsláttur 10.000 kr. ef umbeiðandi systkini eða barn hins látna er í Siðmennt. Innifalið í kostnaði er viðtal við aðstandendur, ráðgjöf um athöfnina, samráð við athafnaþjónustu, ræðuskrif og annar undirbúningur.

— samþykkt vinnuhóps og stjórnar Siðmenntar 8. júní 2015.

 Athafnaþjónusta - Efnisyfirlit       Nafngjöf       Gifting       Útför    

Leita