Athafnaþjónusta

Siðmennt býður upp á hátíðlegar og virðulegar athafnir við helstu tímamót lífsins, þ.e. nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir.

Veraldlegar athafnir eru miðaðar að þörfum fólks með veraldlegar/húmanískar lífsskoðanir, en eru opnar öllum óháð lífsskoðun. Þar á meðal trúuðu fólki sem af einhverjum ástæðum óskar ekki eftir trúarlegri athöfn.

Í athöfnum Siðmenntar er lögð áhersla á hið sammannlega.

Ýtarlegar upplýsingar um framkvæmd og undirbúning veraldlegra athafna Siðmenntar eru að finna á sérsíðum þeirra: