Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Bókasafn Vantrúar og Siðmenntar loks aðgengilegt

Bókasafn Vantrúar og Siðmenntar loks aðgengilegt

Endur fyrir löngu, nánartiltekið vorið 2016, höfðu félagar í Vantrú samband við skrifstofu Siðmenntar og vildu kanna áhuga félagsins á að hýsa bókasafn Vantrúar. Sökum plássleysis á Túngötunni gat Siðmennt ekki tekið á móti safninu, sem sat í kjölfarið niðurpakkað í geymslu og safnaði ryki. Á dögunum var ákveðið að dusta rykið af þessu máli þar sem húsnæðismál Siðmenntar hafa tekið miklum stakkaskiptum síðan 2016. Framkvæmdastjóri skundaði í IKEA og fjárfesti í Billy hillum og safnið selflutt eins og það lagði sig í Skipholtið.

Tók þá við töluverð vinna við að skrá safnkostinn niður og velja hvað fengi að fara upp í hillu og hvað yrði áfram í kassa. Um leið bættum við bókum úr safni Siðmenntar í púkkið og telur safnið yfir 300 titla. Eru þetta bækur úr öllum mögulegum áttum, þó flestar fjalli vissulega um trúmál, efahyggju og tengd málefni.

Bókasafnið er aðgengilegt á skrifstofu Siðmenntar í Skipholti 50c og geta félagar fengið bækur að láni en einnig er velkomið að setjast niður í sófann, fá sér einn kaffibolla og blaða í bók.

Smellið hér til að kynna ykkur bókakostinn

Til baka í yfirlit