Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fyrsta húmaníska nafngjöfin á vegum Siðmenntar

Sá gleðilegi viðburður átti sér stað í dag 28. maí 2008, að Bjarni Jónsson athafnarstjóri hjá Siðmennt og varaformaður félagsins, stýrði fyrstu húmanísku nafngjafarathöfninni á vegum þess.  Athöfnin fór fram í heimahúsi og var það lítill drengur sem fékk formlega nafngjöf eftir stutta hugvekju um góð gildi í uppeldi og stuðning aðstandenda við það.   Foreldrar barnsins voru ánægð að athöfninni lokinni og fögnuðu með fjölskyldu og vinum.

Með þessari athöfn hefur Siðmennt nú staðið að öllum fjórum klassískum félagslegum athöfnum fjölskyldna; fermingu, giftingu, útför og nú nafngjöf, allt á veraldlegan máta með manngildið að leiðarljósi.  Það fer því vel á því að á morgun fimmtudaginn 29. maí mun Siðmennt formlega hefja athafnaþjónustu sína við nafngjafir, giftingar og útfarir.

Til baka í yfirlit