Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Námskeiðin í borgaralegri fermingu að hefjast

Hér eru nokkrar grundvallarupplýsingar fyrir foreldra fermingarbarna í BF 2010.

Aðalkennari BF er Jóhann Björnsson heimspekingur.
hs. 553-0877, gsm. 844-9211 – netfang: johannbjo@gmail.com

Mætingaskylda er í tíma. Forföll skal boða til kennara. Fermingarbörnum og aðstandendum þeirra er velkomið að hafa samband við kennara í síma eða með tölvupósti.

Námskeiðin og tímaplön

Haldin verða fjögur 12-vikna námskeið og 2 helgarnámskeið. Tímaplanið er sem hér segir:

Þriðjudagar kl. 16:30 til 17:50 byrjar 5. janúar.
Miðvikudagar kl. 16:30 til 17:50 byrjar 6. janúar
Fimmtudagar kl. 16:30 til 17:50 byrjar 7. janúar.
Föstudagar kl. 15:30 til 16:50 byrjar 8. janúar.

Þriðjudags-, miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagsnámskeið fara fram í Kvennaskólanum Fríkirkjuvegi 9, á 1.hæð í nýbyggingu skólans, stofu N6. Jóhann verður með GSM símann með sér ef einhver finnur ekki kennslustofuna.

Helgarnámskeið í Reykjavík verður eins og hér segir:

Fyrri hluti: laugardaginn 6. febrúar og sunnudaginn 7. febrúar
Seinni hluti: laugardaginn 6. mars og sunnudaginn 7.mars

Helgarnámskeiðið verður haldið í stofu 12 í Réttarholtsskóla, við Réttarholtsveg 10. Gengið er inn frá hringtorgi við skólann. Tekið verður á móti þátttakendum í inngangi skólans. Jóhann verður með GSM símann með sér. Kennslan hefst kl.10:00 alla dagana og stendur til kl. 16:00 á laugardögum og til 15:00 á sunnudögum.

Ef veður og færð verða ómöguleg á fyrrgreindum helgum verður helgarnámskeiðið haldið næstu helgi á eftir.

Helgarnámskeið á Akureyri verður eins og hér segir:

Fyrri hluti: laugardaginn 23. janúar og sunnudaginn 24. janúar
Seinni hluti: laugardaginn 13. mars og sunnudaginn 14. mars

Kennarar verða Jóhann Björnsson og Jón Einar Haraldsson. Kennslan fer fram í Brekkuskóla. Nánari upplýsingum um Akureyrarnámskeiðið verður dreift til þeirra sem það á við, með netpósti. Ef veður og færð verða ómöguleg á fyrrgreindum helgum verður helgarnámskeiðinu frestað samkvæmt samkomulagi.

Til baka í yfirlit