Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Gjaldskrá athafnaþjónustu Siðmenntar 2021

Stjórn Siðmenntar hefur ákveðið að halda gjaldskrá félagsins vegna athafnaþjónustu þess að mestu óbreyttri fyrir árið 2021. Giftingar og nafngjafir verða áfram á sama verði og undanfarin tvö ár, sem þýðir að 2021 verður þriðja árið í röð þar sem gjaldskráin hækkar ekkert, þrátt fyrir töluverðar verðlagshækkanir í samfélaginu. Höfum við lagt áherslu á að hafa gjaldskrá okkar sanngjarna miðað við veitta þjónustu og hátt gæðastig hennar, og einnig að veita félögum í Siðmennt ríflegan afslátt af öllum athöfnum.

Okkur er þó nauðugur sá kostur að endurskoða gjaldskrá vegna útfara, þar sem Ríkissjóður niðurgreiðir þann kostnað ekki lengur. Setur þetta öll lífsskoðunarfélög í landinu, önnur en Þjóðkirkjuna, í erfiða stöðu, enda prestar kirkjunnar einu starfsmenn lífsskoðunarfélaga á landinu sem fá laun sín greidd frá ríkinu og sinna útförum sem hluta af sinni dagvinnu.

Gjaldskrá athafnaþjónustu fyrir árið 2021 er eftirfarandi.

Gifting

Fullt gjald: 65.000 kr.
Afsláttur: 20.000 kr per félaga, að hámarki 40.000 kr

Aksturgjald ef athöfn er ef athöfn er utan hefðbundins athafnarsvæðis: 110 kr á hvern ekinn kílómeter.

Biðgjald vegna athafna er 10.000 kr per klst. Með bið er átt við veruleg frávik frá dagskrá, svo sem seinkun sem varðar hálftíma eða meira.

Nafngjöf

Fullt gjald: 30.000 kr.
Afsláttur: 10.000 kr per félaga, að hámarki 20.000 kr.

Aksturgjald ef athöfn er ef athöfn er utan hefðbundins athafnarsvæðis: 110 kr á hvern ekinn kílómeter.

Biðgjald vegna athafna er 10.000 kr per klst. Með bið er átt við veruleg frávik frá dagskrá, svo sem seinkun sem varðar hálftíma eða meira.

Útför

Fullt gjald: 60.000 kr. –
Afsláttur: Útfararathafnir félaga, eða barna þeirra (0-17 ára) eru niðurgreiddar að fullu.

Kistulagning, sjálfstæð athöfn sem ekki er felld inn í útfararathöfn heldur fer fram á öðrum degi eða öðrum tíma samdægurs: 10.000 kr.
Ekki er greitt sérstaklega fyrir kistulagningu ef útför og kistulagning eru haldnar í sömu athöfn.

Jarðsetning duftkers eða kistu, sem ekki er í beinu framhaldi af útför: 10.000 kr.

Aksturgjald ef athöfn er ef athöfn er utan hefðbundins athafnarsvæðis: 110 kr á hvern ekinn kílómeter.

Gjaldskrá athafna er endurskoðuð á ári hverju.

Álagsgreiðslur á stórhátíðardögum

Álagsgreiðslur eru fyrir athafnastjórnun á ákveðnum stórhátíðardögum. Þessa daga er innheimt 100% álag ofan á athafnagjald. Dagarnir sem um ræðir eru:

1. janúar
1. maí
17. júní
24. desember
25. desember
31. desember eftir kl. 12:00

Til baka í yfirlit