Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Guðrún Þóra ráðin til Siðmenntar

Guðrún Þóra ráðin til Siðmenntar

Guðrún Þóra Arnardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra athafna hjá Siðmennt. Guðrún Þóra er menntaður lögfræðingur frá HÍ. Hún starfaði síðast sem vef- og markaðsstjóri Sorgarmiðstöðvar og var stjórnarmeðlimur og varaformaður Barnaspítalasjóðs Hringsins. Guðrún Þóra hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og félagsstörfum við markaðsmál og framþróun félaga.

Eyjólfur Örn, framkvæmdastjóri Siðmenntar: "Það er gríðarlega ánægjulegt að fá Guðrúnu til starfa hjá Siðmennt. Hún hefur bæði menntun og reynslu sem fellur vel að starfsemi félagsins og þeim framtíðarverkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum fullviss um að hún muni koma inn af krafti og reynast okkur mikill hvalreki."

Guðrún Þóra: „Siðmennt er félag í miklum vexti og mikilvægt að hlúa vel að stoðum þess. Ég samsama mig með stefnu og grunngildum Siðmenntar þrátt fyrir að vera skírð og fermd í Þjóðkirkjunni og hlakka mikið til að nýta þekkingu mína og reynslu til frekari uppbyggingar félagsins.“

 

 

Til baka í yfirlit