Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Heiðrún Arna ráðin verkefnastjóri borgaralegra ferminga

Siðmennt hefur ráðið til starfa Heiðrúnu Örnu Friðriksdóttur sem verkefnastjóra borgaralegra ferminga. Mun hún sjá um skráningar, skipulag námskeiða og athafna, samskipti við foreldra og annað sem við kemur borgaralegum fermingum. Heiðrún verður með starfsaðstöðu á skrifstofu Siðmenntar að Túngötu 14. Um töluverða breytingu er að ræða hjá Siðmennt, þar sem Heiðrún tekur við því starfi sem Hope Knútsson hefur sinnt í áratugi. Þetta þýðir einnig að það fjölgar í starfsliði Siðmenntar á skrifstofunni um 100%.

Heiðrún hefur netfangið heidrun@sidmennt.is og svarar einnig póstum sem berast á ferming@sidmennt.is. Símanúmer hennar hjá Siðmennt er 899-3295. Mun hún svara öllum fyrirspurnum sem snúa að borgaralegum fermingum hjá félaginu.

Heiðrún Arna er menntaður viðskiptafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík og er fædd og uppalin á Akranesi. Hún býr nú í Vesturbænum ásamt þremur börnum og manninum sínum Lárusi Blöndal Guðjónssyni.

Heiðrún starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Gaman Ferðum og var þar áður í 6 ár hjá Eskimos Iceland í viðburðum og ferðaþjónustu.

Til baka í yfirlit