Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ný gjaldskrá athafnaþjónustu 2019

Gjaldskrá athafnaþjónustu Siðmenntar tók nokkrum breytingum þann 1. janúar. Stærsta breytingin er sú að afslættir til félaga í Siðmennt voru hækkaðir töluvert frá liðnu ári og er nú t.a.m. ódýrara fyrir félaga í Siðmennt að gifta sig hjá okkur en það var árið 2018.

Ákveðið var að tvöfalda afsláttinn í giftingum og er hann nú 20.000 kr á hvorn félaga. Fullt verð fyrir giftingu er 65.000 kr sem þýðir að verð til félaga er aðeins 25.000 kr en var árið 2019 29.500 kr með fullum afslætti.

Afsláttur á nafngjöfum hækkaði einnig svo að verðið helst óbreytt, 10.000 kr, ef báðir foreldrar eru félagar í Siðmennt. Fullt verð fyrir nafngjöf án afsláttar 30.000 kr.

Allar athafnir á vegum Siðmenntar eru bæði hátíðlegar og virðulegar, og er hver athöfn sniðin persónulega að þeim sem sækja sér þjónustu hjá athafnastjórum félagsins. Það hefur alltaf verið markmið Siðmenntar að félagar okkar njóti þess sannarlega að vera í félaginu og gjaldskráin fyrir athafnaþjónustuna endurspeglar það markmið.

Gjaldskrá í heild fyrir athafnir árið 2019 er sem hér segir:

Giftingar
Grunngjald: 65.000 kr.
Afsláttur til félaga: 20.000 kr. per félaga
Verð með fullum afslætti: 25.000 kr.

Nafngjafir
Grunngjald: 30.000
Afsláttur til félaga: 10.000 kr. per félaga
Verð með fullum afslætti: 10.000 kr.

Útfarir
Grunngjald: 40.000 kr.
Afsláttur til félaga: 100% (vegna útfarar fyrir félaga, maka háns eða ósjálfráða barn).
Afsláttur til félaga vegna útfarar systkinis eða sjálfráða barns: 10.000 kr.

Akstursgjald fyrir allar athafnir utan heimasvæðis athafnastjóra er 110 kr. per ekinn kílómeter.
Sérstakt torfærugjald fyrir akstur á fjallvegum er 160 kr. per ekinn kílómeter

Biðgjald reiknast 10.000 kr. per klukkustund þegar við á. Með bið er átt við veruleg frávik frá dagskrá, svo sem seinkun sem varðar hálftíma eða meira.

Til baka í yfirlit