Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Siðmennt á Facebook

Við erum að taka til á skrifstofunni og rákumst á kunnulegt andlit í einni úrklippu möppunni okkar. Erpur Eyvindarson í viðtali við Monitor árið 2011 að rifja upp að hann var sá eini í árgangnum sínum sem fermdist borgaralega. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hundruðir íslenskra ungmenna fermast borgaralega hjá Siðmennt á hverju ári. ... Sjá meiraSjá minna

Við erum að taka til á skrifstofunni og rákumst á kunnulegt andlit í einni úrklippu möppunni okkar. Erpur Eyvindarson í viðtali við Monitor árið 2011 að rifja upp að hann var sá eini í árgangnum sínum sem fermdist borgaralega. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hundruðir íslenskra ungmenna fermast borgaralega hjá Siðmennt á hverju ári.

Skrifa athugasemd á Facebook

Eyjólfur bróðir hans var í fyrsta árganginum sem fermdist borgaralega 1989

Þessir rapparar maður... alltaf að spilla æskunni sem áhrifavaldar...

PÓSTKORT FRÁ BRUGES

Elsku húmanistar heima á Íslandi.

Í belgíska bænum Brugge er gaman og gott að vera. Borgin er sveipuð feneyskum blæ, með síkjum og sögulegum byggingum, regnvotum strætum og vöffluilm á hverju torgi.

Ástæða þess að við lögðum land undir fót - stelpurnar alla leið frá Íslandi og Jóhann frá Utrecht, þar sem hann leggur stund á húmanísk fræði - var að sækja ráðstefnu um húmanísk gildi í athöfnum, menntun og sálgæslu. Þrátt fyrir gegnblauta skó erum við öll innblásin af frásögnum húmanískra systkina okkar og komum heim með fullt af hugmyndum í farteskinu.

Með bestu kveðju frá Belgíu,
Tinna, Inga, Heiðrún, Margrét og Jóhann.
... Sjá meiraSjá minna

PÓSTKORT FRÁ BRUGES
Elsku húmanistar heima á Íslandi.
Í belgíska bænum Brugge er gaman og gott að vera. Borgin er sveipuð feneyskum blæ, með síkjum og sögulegum byggingum, regnvotum strætum og vöffluilm á hverju torgi.
Ástæða þess að við lögðum land undir fót - stelpurnar alla leið frá Íslandi og Jóhann frá Utrecht, þar sem hann leggur stund á húmanísk fræði - var að sækja ráðstefnu um húmanísk gildi í athöfnum, menntun og sálgæslu. Þrátt fyrir gegnblauta skó erum við öll innblásin af frásögnum húmanískra systkina okkar og komum heim með fullt af hugmyndum í farteskinu.
Með bestu kveðju frá Belgíu,
Tinna, Inga, Heiðrún, Margrét og Jóhann.

Skrifa athugasemd á Facebook

*síkjum. Kveðja, vinalausa manneskjan sem leiðréttir stafsetningu á Facebook

Það er svo hrikalega lærdómsríkt að vera hluti af alþjóðahreyfingu. Hlakka til að koma heim og dreifa fróðleiknum!

Load more
Close Menu