Andlát: Gísli Gunnarsson

Gísli Gunnarsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands og einn af stofnfélögum Siðmenntar, er látinn 82 ára að aldri. Gísli var ötull talsmaður Siðmenntar

Lesa meira »

Áhrif COVID-19

Smelltu á gjallarohornið til að lesa um áhrif COVID-19 á fermingarfræðslu og fermingarathafnir.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Siðmennt á Facebook

03. 07. 2020

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

Nokkrar skemmtiegar myndir frá fermingarathöfnunum 17. júní í Borgarleikhúsinu. Ljósmyndari er Hari. ... Sjá meiraSjá minna

Skrifa athugasemd á Facebook

Tvær fallegar fermingarathafnir Siðmenntar þann 17. júní s.l. voru þær síðustu sem ég tek þátt í. Sem kennari og lengst af sem kennslustjóri fermingarfræðslunnar hef ég ekki misst ár úr frá árinu 1997 og er alltaf jafn ánægjulegt að vera viðstaddur þessa viðburði. Nú er starfskrafta minna sem kennslustjóra borgaralegrar fermingar ekki lengur óskað af stjórn Siðmenntar. Tuttugu og fjögur frábær ár að baki, þar sem börnin fóru úr því að vera 50 talsins fyrir 24 árum yfir í að vera 560 í ár. Margt ánægjulegt hefur gerst á þessum tíma. Það hefur verið frábært að kynnast börnunum á námskeiðunum sem skipta þúsundum út um allt land og einnig í fjarnámi í fjarlægum löndum. Mikið starf hefur verið unnið við að þróa kennsluhætti og námsefni sem byggja fyrst og fremst á hugmyndinni um að mennta meira og kenna minna eins og segir í menntafræðunum eða að innræta minna og hugsa meira. Þó starfskrafta minna muni ekki njóta framvegis er vissulega ánægjulegt að öll sú þekking og reynsla sem ég hef öðlast á þessum árum mun áfram nýtast við menntun barna og unglinga á öðrum vettvangi. Auk þess sem ég mun halda áfram að rýna í valda þætti úr kennslureynslu minni úr fermingarstarfinu í doktorsrannsókn minni við Menntavísindasvið H.Í. sem gengur út á það hvernig efla megi virka, gagnrýna og skapandi hugsun í menntun barna og unglinga. Börnunum sem sótt hafa námskeiðin þakka ég kærlega fyrir þátttökuna. Það eru þau sem hafa gert mig að þeim kennara sem ég er.

02. 07. 2020

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

Húmanistar eru ekki sannfærðir um tilvist veðurguða, en veðurguðirnir virðast sannfærðir um tilvist húmanista. Fjölskyldudagur Siðmenntar einkenndist af ofurvinsælum hoppukastala, pulsuáti, öskrandi töframanni og fjölskyldubollywood. Takk fyrir samveruna! ... Sjá meiraSjá minna

Allt að verða klárt á Klambratúni! Ætli við höfum fengið nógu stóran hoppikastala? ... Sjá meiraSjá minna

Allt að verða klárt á Klambratúni! Ætli við höfum fengið nógu stóran hoppikastala?
Load more