Nýjustu fréttir

Fleiri fréttir >>>
Félag siðrænna húmanista

Um Siðmennt

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Nánar um Siðmennt

Þannig er húmanismi!

Stutt fræðslumyndbönd um húmanisma unnin í samvinnu við bresku húmanistasamtökin, British Humanist Association.

       
       

Leita

Siðmennt á Facebook

Til hamingju Steinunn Anna og Siðmennt!

Í dag náði Steinunn þeim merka áfanga að fá úthlutað hundruðustu athöfn sinni sem athafnarstjóri Siðmenntar.

Það er mikill akkur fyrir félagið að hafa góðan og öflugan hóp sem þjónustar fólk á helstu stundum lífs þess.
#siðmennt
... Sjá meiraSjá minna

Til hamingju Steinunn Anna og Siðmennt!

Í dag náði Steinunn þeim merka áfanga að fá úthlutað hundruðustu athöfn sinni sem athafnarstjóri Siðmenntar. 

Það er mikill akkur fyrir félagið að hafa góðan og öflugan hóp sem þjónustar fólk á helstu stundum lífs þess.
#siðmennt

 

Skrifa athugasemd á Facebook

Steinunn var athafnastjóri hjá okkur um helgina og var algjörlega dásamleg. Hún var hástemmd, náttúruleg og létt allt í senn. Hún fór virkilega vel með þetta hlutverk. Takk fyrir okkur 🙂

Siðmennt eru flott samtõk. Mêr finnst aftur à mòti samtõkin Vantrù minna mig à Vottana með õfugum fornerkjum þò.

Hjónaband er miðaldalegur kynlífssáttmáli sem er asnalegur - lélegt að apa upp drullu frá lágmenningarsvæðum.

Megaflott :-) Frábært starf hjá Steinunni Önnu.

Þórunn Ólafsdóttir er frummælandi á fyrsta kvöldi Hugarstarfs Siðmenntar á þessum vetri.

Hún hefur verið við sjálfboðastörf við að aðstoða flóttamenn við Miðjarðarhaf þar sem hún hefur barist fyrir mannréttindum fólks á flótta, og frætt almenning um þær erfiðu aðstæður sem bíða flóttafólks við komuna til Evrópu.

Árið 1951 leit flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna dagsins ljós. Réttindi fólks á flótta voru þá fyrst tryggð með lögum – heimurinn gerði með sér samkomulag um að hjálpast að við að tryggja öryggi þeirra sem neyðast til að flýja heimalönd sín. Aldrei hefur reynt jafn mikið á þetta samkomulag eins og nú, enda aldrei fleiri verið á flótta. Á hverjum degi flýr mikill fjöldi fólks heimili sín og milljónir ferðast yfir höf og lönd í leit að öryggi og friði.

Það er auðvelt að missa móðinn þegar rýnt er í fjölda þeirra sem nú leita skjóls. Umfang hins svokallaða „flóttamannavanda“ vex dag frá degi og flest spyrjum við okkur að því hvað við getum gert. Hvert okkar hlutverk sé. Er hægt að koma öllu þessu fólki í öruggt skjól? Hvað getum við sem þjóð gert til að hafa áhrif á aðstæður? Hvað getum við sem einstaklingar lagt af mörkum? Höfum við pláss? Fjármagn?

Þórunn mun segja frá reynslu sinni af neyðaraðstoð við fólk á flótta. Sigrum og ósigrum, hugmyndum og mögulegum leiðum til þess að tryggja öryggi fleira fólks á flótta.

Þórunn og Akkeri, hjálparsamtök hennar hlutu Húmanistaviðurkenningu Siðmennt árið 2016.

MYND: Kristinn Magnússon

Fólk á flótta – hvað getum við gert?Oct 19, 8:00pmSiðmennt - Félag siðrænna húmanista á ÍslandiÞórunn Ólafsdóttir er frummælandi á fyrsta kvöldi Hugarstarfs Siðmenntar á þessum vetri.

Hún hefur verið við sjálfboðastörf við að aðstoða flóttamenn við Miðjarðarhaf þar sem hún hefur barist fyrir mannréttindum fólks á flótta, og frætt almenning um þær erfiðu aðstæður sem bíða flóttafólks við komuna til Evrópu.

Árið 1951 leit flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna dagsins ljós. Réttindi fólks á flótta voru þá fyrst tryggð með lögum – heimurinn gerði með sér samkomulag um að hjálpast að við að tryggja öryggi þeirra sem neyðast til að flýja heimalönd sín. Aldrei hefur reynt jafn mikið á þetta samkomulag eins og nú, enda aldrei fleiri verið á flótta. Á hverjum degi flýr mikill fjöldi fólks heimili sín og milljónir ferðast yfir höf og lönd í leit að öryggi og friði.

Það er auðvelt að missa móðinn þegar rýnt er í fjölda þeirra sem nú leita skjóls. Umfang hins svokallaða „flóttamannavanda“ vex dag frá degi og flest spyrjum við okkur að því hvað við getum gert. Hvert okkar hlutverk sé. Er hægt að koma öllu þessu fólki í öruggt skjól? Hvað getum við sem þjóð gert til að hafa áhrif á aðstæður? Hvað getum við sem einstaklingar lagt af mörkum? Höfum við pláss? Fjármagn?

Þórunn mun segja frá reynslu sinni af neyðaraðstoð við fólk á flótta. Sigrum og ósigrum, hugmyndum og mögulegum leiðum til þess að tryggja öryggi fleira fólks á flótta.

Þórunn og Akkeri, hjálparsamtök hennar hlutu Húmanistaviðurkenningu Siðmennt árið 2016.

MYND: Kristinn Magnússon
... Sjá meiraSjá minna

Fólk á flótta – hvað getum við gert?

 

Skrifa athugasemd á Facebook

Hvar verður þetta haldið?

Túngötu 14.

Siðmennt hvetur alla til að styða Akkeri.