Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Kvennaverkfallið 24. október 2023

Kvennaverkfallið 24. október 2023

Þriðjudaginn 24. október 2023, eru konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu allan daginn eins og konur gerðu þegar fyrst var boðað til Kvennafrís árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.

Samstöðufundir verða haldnir um allt land þennan dag. Í Reykjavík verður fundur á Arnarhóli kl. 14:00 og við hvetjum konur og kvár í nærsveitum Reykjavíkur, svo sem Borgarfirði, Akranesi, Selfossi og af Suðurnesjum til að sýna samstöðu í verki, fylkja liði og mæta á hann. Nánari upplýsingar um samstöðufundi og aðra viðburði verður að finna á kvennaverkfall.is.

Skrifstofa Siðmenntar verður því einungis mönnuð að hluta á þriðjudaginn kemur, og hvetur einstaklinga og fyrirtæki að sýna konum og kvárum stuðning í baráttunni með því að hvetja þau til þátttöku í Kvennaverkfallinu án þess að það hafi áhrif á laun þeirra eða kjör.

Til baka í yfirlit