Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Upptaka af málþingi um tjáningarfrelsið

Kennarar eiga sem fagmenn að forðast hatursorðræðu

Siðmennt hélt málþing á Akureyri 1. október s.l. þar sem rætt var um tjáningarfrelsið og hvar væru mörk hatursorðræðu. Rætt var meðal annars um hvort takmarka ætti tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og sérstaklega var rætt um kennara í því samhengi.

Frummælendur voru Jóhann Björnsson kennari og formaður Siðmenntar, Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir prófessor við H.A. og Dr. Sigurður Kristinsson prófessor við H.A. Fundarstjóri var Dr. Sigrún Stefánsdóttir forseti hug- og félagsvísindasviðs H.A.

Upptaka af málþingi um tjáningarfrelsið

Inngangserindi Jóhanns Björnssonar heitir „Þegar kennarinn kennir sjálfan sig – Eru hommar, húmanistar og trúboðar í skólum landsins?“

Ræddi Jóhann ýmis umdeild mál sem kennarar hafa tjáð sig opinberlega um, s.s. málefni innflytjenda og samkynhneigðra. Auk þess skoðaði hann stöðu stjórnmálamanna og forstöðumanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sem jafnframt starfa sem kennarar.

Sigrún Sveinbjörnsdóttir flutti erindið „Sjálfsmynd barna og unglinga í mótun – orð og ábyrgð kennara.“ Gerði hún grein fyrir rannsókn þar sem lífsánægja hinsegin unglinga var skoðuð. Þar kemur m.a. í ljós að unglingar sem skilgreina sig sem hinsegin hafa minni lífsánægju en aðrir unglingar og heilsa þeirra er almennt lakari. Viðhorf hinsegin unglinga til skólans er einnig neikvæðara en annarra unglinga og upplifa þeir oftar að kennarar viðurkenni þá ekki eins og þeir eru.

Sigurður Kristinsson nefndi erindi sitt „Tjáningarfrelsi og ábyrgð fagstétta.“

Hann ræddi um tjáningarfrelsið og mögulegar takmarkanir þess, hatursorðræðu, frelsi og fagmennsku.

Málþingið var vel sótt og tóku fjölmargir þátt í almennum umræðum að loknum framsöguerindum.

 

 

Til baka í yfirlit