Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Alþjóðlegur dagur húmanista í dag, 21. júní

Alþjóðlegur dagur húmanista í dag, 21. júní

Alþjóðlegum degi húmanista er fagnað á sólstöðum í júní ár hvert. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af samtökum húmanista um allan heim síðan á níunda áratugi seinustu aldar, og er markmið hans að minna á húmanísk gildi og mikilvægi þess að halda þeim í hávegum. Seinasta árið hefur heldur betur haldið okkur við efnið hvað varðar þau gildi sem talað er um í loforðunum tíu – og má þá nefna sérstaklega þær ósérplægnu fórnir sem hafa verið færðar, samband frelsis og samfélagslegrar ábyrgðar sem og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar í upplýsingaóreiðunni sem hefur myndast á tíðum. 

Þrátt fyrir óvissu, hindranir og sóttvarnarreglur sem hafa breyst með stuttum fyrirvara stefnir í metfjölda unglinga sem fermast borgaralega á vegum Siðmenntar í ár, eða 645 einstaklingar. Óskum við þeim öllum innilega til hamingju með þann stóra áfanga. Ef allt gengur að óskum verða síðustu stóru fermingarathafnir 2007 árgangsins í Hörpu þann 15. ágúst. Skráning í borgaralega fermingu 2022 hefst svo þann 1. ágúst.

Nú þegar sólin ber sem hæst á lofti virðist heimurinn loksins geta tekið við sér á ný. Þess gætir í fyrirspurnum vegna athafna sem rignir inn á skrifstofu Siðmenntar. 

Siðmennt óskar húmanistum um land allt til hamingju með daginn!

Til baka í yfirlit