Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming 2022

Borgaraleg ferming 2022

Skráning í borgaralega fermingu hófst 1. ágúst og hefur farið vel af stað. Nú þegar hafa 250 fermingarbörn skráð sig víðsvegar um landið og hlökkum við til að taka á móti þeim þegar námskeiðin hefjast í janúar. Skráningarglugginn er opinn til 1. desember.

Markmið borgaralegrar fermingar er að gefa unglingum á fermingaraldri tækifæri til að velja með hvaða hætti þau gangi í fullorðinna manna tölu, og gefa þeim pláss þar sem þau koma saman og ræða málefni sem koma þeim við, þroska hugsun þeirra og skilning á samfélaginu. 

Skráning hefur náð tilteknum fjölda á Akureyri, Akranesi, Reykjanesbæ, Selfossi, Austurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu. Staðfest er því að fermingarnámskeið verði haldin þar. 

Við höfum sett upp síðu með algengum spurningu varðandi fermingarnámskeið og athafnir árið 2022. Þar má finna leiðbeiningar um hvernig má skrá unglinga í borgaralega fermingu. Ef þið eruð með fleiri spurningar má senda tölvupóst á ferming@sidmennt.is.

Til baka í yfirlit