Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Tinna ráðin nýr verkefnastjóri athafnaþjónustu

Tinna ráðin nýr verkefnastjóri athafnaþjónustu

Frá því að Siðmennt varð lögformlegt lífsskoðunarfélag árið 2013 hefur athafnaþjónusta félagsins blásið út með ótrúlegum hraða. Síðustu árin hefur framkvæmdastjóri séð um málefni athafnaþjónustu ásamt athafnaráði, sem skipað er sjálfboðaliðum, en verkefnið er orðið það viðamikið að stjórn Siðmenntar ákvað í upphafi árs að auglýsa eftir verkefnastjóra athafnaþjónustu. 

Siðmennt hefur nú ráðið Tinnu Jóhannsdóttur í starfið, en Tinna öðlaðist réttindi til athafnastjórnar árið 2016 og stýrir öllum tegundum athafna; nafngjöfum, hjónavígslum, fermingum og útförum, auk þess sem hún hefur tekið virkan þátt í innra starfi félagsins um árabil. Tinna er með BA próf í heimspeki frá HÍ, BA próf í vöruhönnun frá LhÍ og hefur undanfarinn áratug starfað sem framleiðandi sjónvarpsefnis hjá Sagafilm. 

Tinna mun sjá um skráningar, skipulag og utanumhald athafna, samskipti við þjónustuþega og annað sem að nafngjöfum, hjónavígslum og útförum snýr, en málefni ferminga verða áfram hjá verkefnastjóra fermingarfræðslu. Þá mun aukinn liðsafli á skrifstofunni setja enn meiri kraft í stefnumótun á sviði athafna, kynningarstarfsemi og símenntun athafnastjóra. 

Tinna hefur netfangið tinna@sidmennt.is og athafnir@sidmennt.is og fyrst um sinn er hægt að ná í hana í aðalnúmeri félagsins; 533-5550. Verkefnastjóri ferminga er sem fyrr Heiðrún Arna Friðriksdóttir, heidrun@sidmennt.is og ferming@sidmennt.is

 

Til baka í yfirlit