Fara á efnissvæði

Gjaldskrá 2024

Gjaldskrá Siðmenntar 2024
Gildistími til og með 31. ágúst 2024
Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Staðfestingargjald er óafturkræft frá staðfestingu bókunar.

Vinsamlegast athugið að verð fyrir athafnir á næsta ári getur breyst.

Nafngjafir og einkafermingar
Fullt verð: 49.000 kr.
Staðfestingargjald (hluti af fullu verði): 29.000 kr.
Afsláttur félaga (1 foreldri / 2 foreldri): 10.000 / 20.000 kr.

* Í þeim tilvikum sem verið er að nefna eða ferma tvö eða fleiri systkini í sömu athöfninni er einungis rukkað eins og um eitt barn væri að ræða.

* Innifalið í kostnaði er viðtal við foreldra, ráðgjöf um nafngjöfina, ræðuskrif og annar undirbúningur.

Hópfermingar
Staðfestingargjald / athafnagjald: 25.000 kr.
Námskeiðsgjald (áætluð verð): 45.000 – 65.000 kr.
Afsláttur félaga af námskeiðsgjaldi (1 foreldri /2 foreldri): 10.000 / 20.000 kr.

* Eftir að barn er skráð í námskeið þarf að senda staðfestingu á að foreldri/stjúpforeldri sé skráð í félagið á ferming@sidmennt.is. Við munum þá handvirkt lækka greiðsluseðilinn eða endurgreiða inná kort eftir því hvaða greiðsluleið er valinn í ferlinu í Sportabler við skráningu.
* Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.

Hjónavígslur
Fullt verð: 80.000 kr.
Staðfestingargjald: 40.000 kr.
Afsláttur félaga (1 félagi / 2 félagar): 20.000 / 40.000 kr.

* Í þeim tilvikum sem hjónavígsla og nafngjöf fer fram í sömu athöfn er greitt fullt verð fyrir hjónavígsluna, með tilliti til afsláttar ef við á. Þá er veittur 50% afsláttur af nafngjöfinni.
* Innifalið í verði hjónavígsla er undirbúningsviðtal, ráðgjöf um athöfnina, athöfnin sjálf og lagalegur frágangur eftir því sem við á.

Útfarir
Fullt verð: 80.000 kr.
Afsláttur ef aðstandandi hins látna er félagi: 40.000 kr.
Ef hinn látni var félagi er athöfnin niðurgreidd að fullu.

* Innifalið í verði útfara er viðtal við aðstandendur, ráðgjöf um athöfnina, samráð við athafnaþjónustu, ræðuskrif og annar undirbúningur.

Kistulagning / jarðsetning á öðrum tíma en útför
Fullt verð: 17.500 kr.
Staðfestingargjald: 0
Afsláttur félaga: 17.500 kr.

Gjald tengt staðsetningu athafna:
Akstursgjald: 184 kr/km fyrir árið 2023
Bið- & göngugjald: 10.000 kr/klst

* Akstursgjaldið er rukkað skv. verðskrá hverju sinni á þeim tíma sem athöfnin fer fram.
* Fyrir athafnir utan heimasvæðis athafnarstjóra eru innheimtar 184 kr/km í aksturskostnað. Félagar í Siðmennt greiða þó ekki aksturskostnað vegna athafnar í sinni heimabyggð, nema í þeim tilfellum þar sem sérstaklega er óskað eftir athafnastjóra sem ekki býr á svæðinu.
* Dæmi: Frá Reykjavík til Þingvalla eru 95 km fram og til baka. Heildar akstursgjald væri þá 17.480 (95*184). Allir útreikningar eru byggðir á Google maps vegalengdum.
* Með bið er átt við veruleg frávik frá dagskrá, svo sem seinkun sem varðar hálftíma eða meira.
* Dæmi: Ef athafnastjóri þarf að bíða eða ganga í hálftíma bætist 5.000 kr. gjald við.
* Vinsamlegast athugið að í ákveðnum tilvikum gæti athafnastjóri þurft að gista nótt á hóteli. Sá kostnaður bætist við ferðakostnað og kostnað við athöfnina. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Siðmenntar.

Álag vegna dagsetninga:
17. júní                     100%
Aðfangadagur 24/12   100%
Jóladagur 25/12         100%
Gamlársdagur 31/12   100%
Nýársdagur 1/1          100%