Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

John de Lancie á Kex hostel í kvöld

Húmanistinn og Hollywood leikarinn verður gestur Siðmenntar á „Efast á kránni“ á Kex hostel í kvöld. John hefur komið víða við á löngum ferli, sem leikari, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, en er þó sennilega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hin guðlega vera Q í Star Trek þáttunum. Síðustu ár hefur John unnið mikið starf í nafni húmanisma og trúleysis en hann er sjálfur það sem hann kallar „openly secular“ sem er alls ekki sjálfgefin opinber afstaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Koma John de Lanice til Íslands er samvinnuverkefni Siðmenntar og Nexus. Viðburðurinn á Kex hostel í kvöld er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir, og hefst dagskráin kl. 19:00. John mun flytja stutt opnunarávarp en svo verður orðið gefið laust og hægt að spyrja hann spjörunum úr um allt milli himins og jarðar.

Viðburðurinn verður í Nýló salnum á jarðhæð Kex hostel, og hefst eins og áður sagði kl. 19:00. Við vekjum athygli á að vegna framkvæmda við Kex er aðgengi að húsinu takmarkað og nokkuð skert fyrir notendur hjólastóla, og biðjumst við innilega velvirðingar á því!

Efast á kránni með John de Lancie – viðburðurinn á Facebook

Til baka í yfirlit