Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Styðjum Mannréttindaskrifstofu Íslands

Stjórn Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, mótmælir þeirri tillögu sem nú liggur fyrir Alþingi um að skerða framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands og þar með hætta á að lama starfssemi hennar. Mannréttindaskrifstofan hefur alla tíð starfað óháð samtökum og stofnunum og verið óháður álitsgjafi og umsagnaraðili ýmissa álitamála er snerta mannréttindi. Það hefur verið eitt af grundvallaratriðum í stefnu siðrænna húmanista um heim allan að hafa í heiðri mannréttindi eins og kveðið er á um í mannréttindayfirlýsingu Sameinuð þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Á Íslandi hefur Mannréttindaskrifstofan verið sá aðili sem verið hefur þar fremst í flokki. Siðmennt átelur framkomnar hugmyndir um skerðingu framlags ríkisins og hvetur þingmenn til þess að hafna henni.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar.
Sími: 898-7585
Netfang: sidmennt@sidmennt.is

Til baka í yfirlit