Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Kerfisbundin mismunun á Íslandi staðfest

Í skýrslu International Humanist and Ethical Union (IHEU – Alþjóðasamtaka siðrænna húmanista), „Freedom of Thought Report 2015“ um mannréttindi sem birt var í dag, kemur fram að á Íslandi eigi sér stað „kerfisbundin mismunun“ þegar kemur að trúar- og lífsskoðunum.

Helsta ástæða þess er að hér sé ríkiskirkjufyrirkomulag. Jákvæð þróun hefur þó átt sér stað á undanförnum árum og ber helst að telja afnám guðlastsákvæðis úr lögum, breytingu á aðalnámsskrá grunnskóla og reglur um samskipti skóla og trúfélaga.

Sjá skýrslu

Til baka í yfirlit