Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Eydís Blöndal til liðs við Siðmennt

Eydís Blöndal til liðs við Siðmennt

Eydís Blöndal er nýjasti starfsmaður Siðmenntar, en félagið auglýsti á dögunum eftir "Ritfærum húmanista" til starfa og var Eydís ráðin úr hópi 14 umsækjenda.

Eydís kemur inn í starfið með víðtæka reynslu af ritstörfum, en þriðja ljóðabók hennar kemur út í haust hjá Forlaginu. Þá hefur hún komið að útgáfu og ritstjórn tímarita og býr yfir góðri reynslu af skapandi lausnum í markaðsmálum á netinu.

Síðastliðinn vetur starfið Eydís sem leiðbeinandi hjá Siðmennt í borgaralegri fermingarfræðslu en hluti af hennar verkefnum munu tengjast áframhaldandi þróun á námsefni og kennsluháttum. Eydís hefur þegar hafið störf og hægt er að ná í hana á eydis@sidmennt.is

Starfsmenn skrifstofu Siðmenntar eru þá tímabundið orðnir þrír talsins, en verkefnið "Ritfær húmanismi" er hluti af átaksverkefni Vinnumálastofnunar, Hefjum störf. 

Til baka í yfirlit