Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

213 skráðir í Siðmennt hjá Þjóðskrá

Stjórn Siðmenntar lýsir yfir mikilli ánægju yfir því að 213 manns hafa skráð sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá Íslands. Aðeins eru um tveir mánuðir liðnir frá því að félagið fékk skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag með þeim skyldum og ábyrgð sem því fylgir og er félagið afar þakklátt þeim sem styðja starf þess á þennan hátt.
Mikilvægt er að þeir sem styðja lýðræðislegt, fjölbreytilegt og veraldlegt samfélag skrái sig í Siðmennt svo hægt sé að halda uppi öflugu starfi. Mikilvæg mál eru enn óleyst s.s. aðskilnaður ríkis og kirkju svo tryggt verði fullt trúfrelsi.

Siðmennt sinnir mikilvægu starfi í samfélaginu og býður m.a. fjölskyldum félagslegar athafnir eins og borgaralegar fermingar, giftingar, nafngjafir og útfarir. Fermingar hafa farið fram í 25 ár en aðrar athafnir í yfir 5 ár og hefur eftirspurn aukist stöðugt.

Skráðu þig í Siðmennt hjá Þjóðskrá!

Til baka í yfirlit