Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

BORGARALEG FERMING 2008 – KYNNINGARFUNDUR

Kynningarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu 2008 og aðstandendur þeirra
verður haldinn laugardaginn 17. nóvember 2007 kl. 11:00 – 12:00 í Háskólabíói sal 2


Á kynningarfundinum verður næsta námskeið Siðmenntar til undirbúnings Borgaralegri fermingu kynnt, gerð grein fyrir einstökum efnisþáttum og umsjónarmönnum þeirra. Skráningarblöðum verður dreift og fólk velur hvaða námskeið hentar því best. Munið að koma með penna.

Ennfremur verður greint frá tilhögun væntanlegrar athafnar næsta vor og sýnt verður kynningarmyndband frá athöfnunum sem haldnar voru vorið 2007.

Það er þegar búið að manna nefnd foreldra og forráðamanna til að hafa umsjón með athöfninni.

Mikilvægt er að flestir mæti sem ætla að taka þátt í Borgaralegri fermingu 2008, a.m.k. þau sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarfólk og aðrir sem komast ekki á kynningarfundinn eiga að hafa samband við Hope. hope@sidmennt.is

Merkið fundartíma og stað inn á dagatalið!
Nánari upplýsingar veitir Hope Knútsson – símar 557-3734 eða 567-7752

Til baka í yfirlit