Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Framboðskynningarfundur miðvikudaginn 10. apríl

Annað kvöld, miðvikudaginn 10. apríl, stendur Siðmennt fyrir kynningarfundi fyrir frambjóðendur til stjórnar og formanns félagsins, en aukaaðalfundur verður haldinn þann 24. apríl þar sem kosið verður til stjórnar. Kynningarfundurinn verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða að Túngötu 14, Reykjavík og hefst hann kl. 20:00

Á kynningarfundinum verður frambjóðendum gefinn kostur á að kynna sig stuttlega. Einnig verður kynning á helstu þáttum í skipulagi og rekstri Siðmenntar og hlutverki Framtíðarráðs, Hugráðs og Viðurkenningarráðs sem eru að hefja starfsemi.

Stjórn Siðmenntar vill hvetja alla félagsmenn sem áhuga hafa á að sitja í stjórn félagsins að gefa kost á sér í kjörinu. Félagsmenn eru hvattir til þess að láta vita af framboði sem fyrst, helst fyrir 10. apríl á sidmennt@sidmennt.is. Þeir sem ekki hafa gert upp hug sinn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta tækifærið til að tilkynna framboð sitt.

Allir frambjóðendur geta svo kynnt sig og sitt framboð stuttlega á vefsíðu félagsins – http://sidmennt.is/frambod-til-stjornar-2019/

Viðburðurinn á Facebook

Til baka í yfirlit