Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Trúfélagaskráning orðin rafræn

Nú er orðið einfaldara en áður að tryggja að réttar upplýsingar séu að finna í trúfélagaskráningu Þjóðskrár Íslands. Þar sem lög gera í dag ráð fyrir að börn séu sjálfvirkt skráð í trúfélag móður komast margir að því á fullorðinsárum, að þeir eru skráðir í þjóðkirkjuna eða önnur trúfélög gegn vilja sínum. Þjóðkirkjan hefur verið og er  stærst og því færast flestir sjálfkrafa í þann söfnuð og það veitir Þjóðkirkjunni áframhaldandi óeðlilegt forskot á önnur lífsskoðunarfélög í formi sóknargjalda sem innheimt eru fyrir einstaklinga sem annars væru jafnvel skráðir í önnur trúfélög eða utan trúfélaga.

Við mælum með því að fólk leiðrétti skráningu sína sem fyrst, til að hún endurspegli réttar lífsskoðanir landsmanna og gefi þannig eðlilega mynd af hvernig þessum málum er háttað.

Netskil fara þannig fram að pdf skjal er fyllt út á netinu hér og eftir það er skjalið vistað á tölvunni og því skilað með því að smella hér. Undirritun er óþörf, en í stað hennar þarf viðkomandi að auðkenna sig með rafrænu skilríki á debetkorti eða veflykli Ríkisskattstjóra.

Um skil með öðrum hætti en rafrænum er fjallað hér.

Til baka í yfirlit