Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fermingarathöfnum Siðmenntar í apríl frestað

Í ljósi þess að yfirvöld hafa sett á samkomubann til 12. apríl n.k. hefur stjórn Siðmenntar ákveðið að fresta fermingarathöfnum þeim sem áttu að eiga sér stað í Reykjavík 5. apríl og 26. apríl og á Hvammstanga 4. apríl. Fermingarathöfnin á að vera gleðilegur viðburður í lífi hvers barns og erfitt að skapa slíkt andrúmsloft við þessar aðstæður, auk þess sem að takmarkanir hafa veruleg áhrif á stærð og umfang hverrar athafnar.

Fermingarbörnum og foreldrum þeirra verða boðnar nýjar dagsetningar í haust, eða sá kostur að velja heimafermingar í stað hópfermingarathafnar í vor. Stjórn og starfsfólk Siðmenntar munu fylgjast vel með stöðunni og taka ákvarðanir varðandi seinni fermingarhelgi eftir því sem staðan skýrist. 

Í stað fermingarathafnar 5. apríl og 26. apríl verður hægt að velja eftirfarandi möguleika:

  • 17. júní á höfuðborgarsvæðinu
  • 29. ágúst í Háskólabíó
  • 30. ágúst í Háskólabíó
  • 25. október á höfuðborgarsvæðinu
  • Heimafermingu gegn aukagreiðslu

Nánari upplýsingar um viðbrögð Siðmenntar við COVID-19 er að finna á sérstakri síðu: COVID-19

Til baka í yfirlit