Áhrif COVID-19 á borgaralega fermingu - upplýsingasíða

Fréttatilkynning 13. mars 2020

Kæru foreldrar og fermingarbörn

Í ljósi þess að yfirvöld hafa sett á samkomubann til 12. apríl n.k. hefur stjórn Siðmenntar ákveðið að fresta fermingarathöfnum þeim sem áttu að eiga sér stað í Reykjavík 5. apríl og 26. apríl og á Hvammstanga 4. apríl. Fermingarathöfnin á að vera gleðilegur viðburður í lífi hvers barns og erfitt að skapa slíkt andrúmsloft við þessar aðstæður, auk þess sem að takmarkanir hafa veruleg áhrif á stærð og umfang hverrar athafnar.

Fermingarbörnum og foreldrum þeirra verða boðnar nýjar dagsetningar í sumar og haust, eða sá kostur að velja heimafermingar í stað hópfermingarathafnar í vor. Stjórn og starfsfólk Siðmenntar munu fylgjast vel með stöðunni og taka ákvarðanir varðandi athafnir á landsbyggðunum eftir því sem staðan skýrist. 

Nýjar dagsetningar fyrir athafnir á höfuðborgarsvæðinu eru sem hér segir:

  • 17. júní á höfuðborgarsvæðinu
  • 29. ágúst í Háskólabíó
  • 30. ágúst í Háskólabíó
  • 25. október á höfuðborgarsvæðinu
 

Smellið hér til að færa fermingarbarnið í nýja athöfn.

Fermingarathafnir

Hvammstangi, Byggðasafnið Hrútafirði

4. apríl - frestað vegna samkomutakmarkanna

 

Reykjavík, Háskólabíó
5. apríl - öllum athöfnum frestað

 

Selfoss, Fjölbrautarskóli Suðurlands
18. apríl - Staða óviss 

 

Reykjanesbær, Fjölbrautarskóli Suðurnesja
18. apríl - staða óviss

 

Reykjavík, Háskólabíó

26. apríl - öllum athöfnum frestað

 

Akranes, Tónlistarskólinn Tónberg
26. apríl - staða óviss

 

Austurlandi, Hótel Valaskjálf Egilsstöðum
23. maí - fer fram að öllu óbreyttu

 

Skagafirði, Ljósheimar
13. júní - fer fram að öllu óbreyttu


Akureyri, Háskólinn á Akureyri
6. júní - fer fram að öllu óbreyttu


Húsavík, Sjóminjasafnið
7. júní - fer fram að öllu óbreyttu

 

Viðbragðsáætlun

Stjórn Siðmenntar samþykkti viðbragðsáætlun vegna áhrifa COVID-19 þann 7. mars. Hún var uppfærð 11. mars og hefur nú verið úrskurðuð úrelt vegna þeirra þróunar sem orðið hefur.


Fermingarfræðsla

Flestir hópar hafa nú lokið 10 af 11 vikum fermingarfræðslu. Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður síðasta tímann, en bjóða upp á valfrjálsa aukatíma eftir að samkomubanni lýkur.

Upptaka af foreldrafundi er aðgengileg á Youtube með því að smella á stjörnuna hér að ofan