Veraldleg nafngjöf

Með nafngjafarathöfninni er barninu fagnað og boðið velkomið í faðm fjölskyldu og vina. Höfðað er til samstöðu aðstandenda fjölskyldunnar um að veita barninu og foreldrum þess stuðning. Ólíkt trúarlegri skírn er veraldleg nafngjöf ekki vígsla inn í söfnuð og ekki er farið fram á trúarjátningu eða játningu á veraldlegum lífsskoðunum. Með ákvörðun sinni um að velja veraldlega athöfn veita foreldrarnir barninu frelsi til að ákveða sjálft hvaða lífsskoðun það kýs að aðhyllast síðar meir á ævinni, þegar það hefur aldur og þroska til.

Fyrir hverja er veraldleg nafngjöf?

Athafnir Siðmenntar innihalda ekki hugmyndafræðilegar játningar af neinu tagi. Þær eru miðaðar að þörfum fólks með veraldlegar/húmanískar lífsskoðanir, en eru opnar öllum óháð lífsskoðun, t.d. trúuðu fólki sem af einhverjum ástæðum óskar ekki eftir trúarlegri athöfn. Í athöfnum Siðmenntar er lögð áhersla á siðrænan boðskap og hið sammannlega.

Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að athafnarstjórinn fer ekki með trúarlegt innihald í athöfninni og tónlistarflutningur miðast einnig að því. Fólki sem vill byggja athafnir sínar á trú því góðfúslega bent á að leita til trúfélags.

Nafngjafarathöfn á vegum Siðmenntar snýst því ekki um að velja einhverja ákveðna lífsskoðun (trúarlega eða veraldlega) fyrir barnið, heldur eingöngu að gefa barninu nafn á formlegan máta, gleðjast með fjölskyldunni og gefa tilefninu siðrænan og ígrundaðan blæ með hugvekju athafnarstjórans.
Veraldleg nafngjöf felur ekki í sér inngöngu í Siðmennt enda skráir félagið ekki fólk í félagið fyrr en við 16 ára aldur eða eldri.

Algengast er að nafngjafaathafnir fari fram í heimahúsi eða í leigðum sal. Foreldrar ákveða staðsetningu sem hentar hverju sinni.

Uppbygging nafngjafaathafna

Foreldrar með ungabarn sitt og athafnarstjórin koma sér fyrir miðsvæðis og (val: eftir að búið er að kveikja á kerti) tekur athafnarstjórinn til máls og kynnir athöfnina stuttlega. Kynningu er stundum sleppt ef að flestir viðstaddir vita út á hvað veraldleg nafngjöf gengur. Að því loknu fer athafnarstjórinn með stutta hugvekju sem tengist börnum, uppeldi, þroska og foreldrahlutverkinu ásamt ánægjunni yfir því að eiga barn. Þá er spurt um hvað barnið eigi að heita og nafninu svo fagnað.

Stundum eru tveir verndarar tilnefndir og loforð fengið hjá þeim um að vera sérstakir stuðningsmenn barnsins og foreldra þess. Í sumum tilfellum er barninu fært blóm og þá lesinn táknrænn texti um samlíkingu þess að hlúa að vexti barns líkt og viðkvæmu blómi. Að stuttum lokaorðum loknum er athöfninni lokið. Inn á milli þessara þátta má blanda inn flutningi tónlistar eða lestri ljóða, allt eftir óskum. Athöfnin tekur um 15-20 mínútur en lengur ef tónlistarflutningur er mikill.

 Foreldra geta óskað eftir að fá  svokallað Nafngjafarvottorð með nafni barnsins og undirskrift athafnarstjórans. 

Lagaatriði

Eina formsatrið sem þarf að uppfylla er að fylla út eyðublaðið Tilkynning um nafngjöf hjá Þjóðskrá til löglegrar skráningar á nafni barnsins fyrir sex mánaða aldurs þess. Hægt er að ganga frá því á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is, og sjá foreldrar sjálfir um að skila eyðublaðinu inn.

Leiðbeiningar um útfyllingu: Þar sem stendur „millinafn“ á forminu á að rita ættarnafn ef við á. Það sem í daglegu tali er kallað millinafn er hins vegar talið til eiginnafna hjá Þjóðskrá líkt og fornafnið. T.d. „Jón Þór“ er ritað allt í línuna fyrir eiginnöfn. Svokallað kenninafn á forminu er það sem í daglegu tali er kallað eftirnafn.

Kostnaður

Siðmennt setur upp ákveðið gjald fyrir hverja athöfn og í því felst kaup athafnarstjórans og umsýsla. Ferðakostnað þarf að greiða ef með þarf og er greitt akstursgjald samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins hverju sinni. Akstursgjaldið er nú 110 krónur á hvern ekinn kílómetra. Gisting/dagpeningar ef með þarf greiðist sérstaklega. Nánari útlistun á tilfallandi aukakostnaði má lesa í gjaldskrá athafnaþjónustu.

Nafngjöf kostar 30.000  krónur frá og með 1. janúar 2021

Félagsmenn Siðmenntar fá 10.000 kr. afslátt á hvort foreldri, samtals 20.000 kr. ef báðir eru skráðir. Innifalið í kostnaði er viðtal við foreldra, ráðgjöf um nafngjöfina, ræðuskrif og annar undirbúningur.

 
Greiðslumáti og fyrirvarar

Gjaldkeri sendir greiðsluseðil í heimabanka þess sem er skráður umbeiðandi athafnarinnar samkvæmt rafrænu beiðninni. Einnig er hægt að greiða gjaldið með millifærslu á reikning Siðmenntar (0549-26-6002, kt. 600290-1429), einni viku fyrir athöfnina. Sé beðið um athöfn með minni fyrirvara þarf að greiða gjaldið sama dag og beiðni er send til félagsins um athafnarstjórnun.

 

Beiðni um nafngjöf

Athafnaþjónusta Siðmenntar býður upp á faglega þjónustu athafnarstjóra félagsins við tímamótaathafnir fjölskyldna. Virðulegar og persónulegar athafnir í jafnt gleði sem og sorg.
 • Almennar upplýsingar

 • Athafnargjaldið er rukkað með greiðsluseðli sem sendur er á heimabanka þessarar kennitölu. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum neðst ef að óskað er eftir öðrum greiðslumáta. Greiða á gjaldið fyrir athöfnina.
 • Ef þetta á ekki við hjá þér þá skrifið: "enginn"
 • Má sleppa ef að enginn meðbeiðandi er.
  Félagar í Siðmennt fá afslátt af athöfnum. Hægt er að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá, Borgartúni 21, Rvk. Rafræn skráning er á www.skra.is
 • Mikilvægt er að fá símanúmer (ekki krafist þó).
 • Vinsamlegast skráið niður virkt tölvupóstfang.
 • Staður og tími

  Vinsamlegast skráið hér fyrirhugaða dagsetningu og staðsetningu athafnar.
 • Date Format: DD dot MM dot YYYY
  Ritháttur: 22.11.2016
 • Dæmi: 11:00
 • Aðeins er um áætlun að ræða, sem helst er ætlað til að athafnastjóri hafi hugmynd um umfang athafnar og fyrir söfnun tölfræðigagna. Stærð athafnar hefur ekki áhrif á verð og þjónustu félagsins. Ef þú ert ekki viss um endanlegan fjölda gesta, vinsamlegast veldu þann möguleika sem þér finnst líklegastur.
 • Date Format: DD dot MM dot YYYY
  Ritháttur: 03.07.2016
 • Upplýsingar um barn

 • Vinsamlegast skrifið niður fyrirhugað nafn barnsins svo hægt sé að skrá það á "Nafngjafarvottorð" sem er hátíðlegt skjal (án lagalegs gildis) til minningar nafngjöfina.
 • Annað

 • Hér er til að mynda hægt að rita óskir um athafnarstjóra.