Trúarlegt hlutleysi opinberra skóla

Leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Hvorki börn né foreldrar eiga að þurfa að gefa upp lífsskoðun sína eða trúarafstöðu í opinberum skólum. Siðmennt áréttar að trú og lífsskoðun er fyrst og fremst einkamál.

Hér fyrir neðan má lesa leiðbeiningar Mennta- og menningarmálaráðuneytis og ýmissa sveitarfélaga um samskipti skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga.

Einnig er hægt að senda Siðmennt tilkynningu um trúboð eða trúariðkun í opinberum skólum.

Í leiðbeiningum Mennta- og menningarmálaráðuneytis segir meðal annars:

„Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum.“

Ennfremur segir:

„Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu.“

Í reglum Reykjavíkurborgar um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðanafélög segir meðal annars:

„Hlutverk skóla borgarinnar er að fræða nemendur um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir samkvæmt gildandi aðalnámskrá og námsefni. Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa gera grein fyrir lífsskoðunum sínum.“

Ennfremur segir:

„Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“

Sambærileg viðmið má finna hjá öðrum sveitarfélögum. Svo sem í Árborg, Grindavík, Hafnarfirði og Kópavogi.

Viðmiðunarreglur ríkis og sveitarfélaga um samskipti trúfélaga og skóla:

Nánari upplýsingar af vefsíðu Siðmenntar:

Greinar um skóla og trú:

  •  Skólinn og jólin (Grein um afskipti opinberra skóla af trúarlífi barna um jólin – skodun.is)
 

Tilkynning um trúboð eða trúariðkun í opinberum skólum

Hér getur þú skráð athugasemdir vegna trúboðs eða trúariðkunar í opinberum skólum.
  • Siðmennt hefur leiðbeint fólki sem telur að fram fari óeðlilegt trúboð eða trúariðkun í opinberum skólum. Ef þú telur að trúboð eða trúariðkun fari fram í skóla barns/barna þinna hvetjum við þig til að lýsa reynslu þinni hér. Gagnlegt væri að fá ítarlega lýsingu og upplýsingar um skóla og bæjarfélag.
  • Nafn tilkynnanda.
  • Netfang tilkynnanda.