Skráning í borgaralegar fermingar 2020
Opnað verður fyrir skráningar í borgaralegar fermingar fyrir árið 2020 þann 1. ágúst næstkomandi.
Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2020 má sjá á BF 2020 upplýsingasíðunni.
Heildarkostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 44.000 kr. og skiptist þannig:
– Námskeið
30.000 kr.
– Athöfn
14.000 kr.
Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt hækkar um 2.000 kr í ár
Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF en meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt.
Ef annað foreldri er skráð í Siðmennt er veittur 10.000 kr. afsláttur ef báðir eru skráðir er veittur 20.000 kr. afsláttur.
Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 25% afsláttur.
Fjarnám
35.000 kr.
Heimaferming
20.000 kr.
(Við bætist kílómetragjald 110 kr pr. km ef athafnastjóri þarf að ferðast utan starfssvæðis)
Seinskráningargjald
5.000 kr.
(Innheimt eftir að skráningu lýkur 1. nóvember)
Allar upplýsingar má finna á upplýsingasíðu BF2020 sem uppfærist reglulega.