Þetta er upplýsingasíða fyrir borgaralega fermingu 2020

Ef þú átt eftir að skrá barnið þitt á nýjar dagsetningar árið 2020, sendu okkur póst á ferming@sidmennt.is

 

Stofnaður hefur verið foreldrahópur á Facebook fyrir þá sem hafa áhuga. Þangað inn fara sömu tilkynningar og á upplýsingasíðuna og e-mailin https://www.facebook.com/groups/546581739273079/

  • Röng flokkun gmail.com á tilkynningum. Gmail setur tölvupóststilkynningar Siðmenntar iðulega í annað hvort ruslmöppuna eða í Promotions/Auglýsingar flipann sem hefur það í för með sér að fólk fer á mis við póstana okkar. Skjalið fer í gegnum það hvernig komist er hjá því. Einnig á þetta við um póstþjóna hjá stórum vinnustöðum – við gætum lent í ruslapósthólfinu.

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2020 :

Reykjavík – Borgarleikhúsið– 17. júní kl. 12:00 og 14:00
Æfingar eru 16. júní í Borgarleikhúsinu
– Fyrir athöfnina kl. 12: 16-17:30
– Fyrir athöfnina kl. 14: 17:30-19:00 

Húnavatnssýsla – 18. júlí kl. 11 í Byggðasafninu að Reykjum

Húsavík, Safnahúsið  22. ágúst kl. 13:00

Selfoss, Fjölbrautarskóli Suðurlands   22. ágúst kl. 14:00

Reykjanesbær, Fjölbrautarskóli Suðurnesja – 22. ágúst, kl. 14:00

Akranes,  Tónlistarskólinn á Akranesi – 22. ágúst, kl. 14:00

Reykjavík, Silfurberg í Hörpu
– 29. ágúst kl. 10:00 – 12:00 – 14:00 – 16:00
– 30. ágúst l kl. 10:00 – 12:00 – 14:00 – 16:00

Athöfn:Fjöldi 
fermingarbarna
Leyfilegur gesta-
fjöldi per barn
ÆfingatímiMæting á 
fermingardegi
29. ágúst kl. 1045325. ágúst kl. 179:30
29. ágúst kl. 1281225. ágúst kl. 1811:30
29. ágúst kl. 1447325. ágúst kl. 19:3013:30
29. ágúst kl. 165625. ágúst kl. 20:3015:30
30. ágúst kl. 1031426. ágúst kl. 179:30
30. ágúst kl. 1260226. ágúst kl. 1811:30
30. ágúst kl. 1424626. ágúst kl. 19:3013:30
30. ágúst kl. 163626. ágúst kl. 20:3015:30

Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf – 5. sept kl. 13:00

Akureyri, Háskólinn á Akureyri
– 19. sept kl. 14:00

Reykjavík, Salurinn, Kópavogi
– 25. október kl. 12:00 – 14:00 

Ef þú hefur ekki ráðstafað fermingardegi barnsins þíns hafðu samband við okkur á ferming@sidmennt.is

 
 
 

Tímasetningar námskeiða 2020

11 vikna vikulegu námskeiðunum í Reykjavík er lokið. 

Helgarnámskeiðin sem eftir eru, eru eftirfarandi: 

Akureyri 
Staður:  Síðuskóli á Akureyri.
Fyrri hluti: laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. maí.
Seinni hluti: laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. maí.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Akranes 
Staður: Skátafélag Akraness, Háholt 24
Fyrri hluti: laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. febrúar.
Seinni hluti: laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. maí.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Kostnaður

Heildar kostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 44.000 kr. og skiptist þannig:

Námskeið
30.000 kr.

Athöfn
14.000 kr.

Fjarnám
35.000 kr.

Heimaferming
20.000 kr.

(Við bætist 110 kr pr. km ef athafnastjóri þarf að ferðast utan starfssvæðis)

Seinskráningargjald
5.000 kr.

(Innheimt eftir að skráningu lýkur 15. nóvember)

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 25% afsláttur.

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt hækkar um 2.000 kr í ár

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt.

Ef annað foreldri er skráð í Siðmennt er veittur 10.000 kr. afsláttur ef báðir eru skráðir er veittur 20.000 kr. afsláttur.*

*Mikilvægt er að senda félaginu tölvupóst, um leið og skráning í BF er send inn, á ferming@sidmennt.is með skjáskoti af vefsíðu Þjóðskrár sem staðfestir að viðkomandi sé í Siðmennt til að geta fengið afslátt. Mögulegt er að skrá sig í Siðmennt á skra.is og senda þá staðfestingu eftir á en fyrir 1. nóvember.