Þetta er upplýsingasíða fyrir borgaralega fermingu sem fram fer vorið 2020

Athugið að þetta er upplýsingasíða vegna námskeiða sem hefjast haustið 2019, í janúar 2020 og síðar 2020 og vegna athafna sem eiga sér stað vorið 2020

Síðan verður uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum.

Skráning hefst 1. ágúst 2019

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2020:

  • Reykjavík, Háskólabíó
    • 5. apríl kl. 10:00 – 12:00 – 14:00
    • 26. apríl kl. 10:00 – 12:00 – 14:00
    • Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og pláss fyrir 90 börn í hverri athöfn. Athugið einnig að daginn fyrir athöfn fara fram æfingar sem nauðsynlegt er fyrir fermingarbörnin að mæta í.

Aðrar athafnir verða haldnar víðsvegar um landið. Staðfestar staðsetningar og tímasetningar fyrir þær athafnir munu birtast síðar hér á þessari síðu. 

Verð fyrir námskeið og athöfn verða ákveðin og birt hér í júní 2019.

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt.

Ef annað foreldri er skráð í Siðmennt er veittur 8.000 kr. afsláttur ef báðir eru skráðir er veittur 16.000 kr. afsláttur.*

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.

*Mikilvægt er að senda félaginu tölvupóst, um leið og skráning í BF er send inn, á ferming@sidmennt.is með skjáskoti af vefsíðu Þjóðskrár sem staðfestir að viðkomandi sé í Siðmennt til að geta fengið afslátt.

Close Menu
×
×

Cart