Þetta er upplýsingasíða fyrir borgaralega fermingu 2020

Vegna Covid-19: Allar athafnir á þessari síðu eru á dagskrá. Dagsetningar, upplýsingar um gestafjölda og slíkt eru hér fyrir neðan. 

Ef þú átt eftir að skrá barnið þitt á nýjar dagsetningar árið 2020, sendu okkur póst á ferming@sidmennt.is 


Síðustu dagsetningar ársins 2020 eru í Salnum, Kópavogi 25. október. Á þessum tímapunkti eru þessar athafnir á dagskrá – en við vitum ekki hver staðan verður. Samkvæmt nýjustu fréttum eru takmarkanir til 19. október. Foreldrum og forráðamönnum hefur verið sendur póstur með upplýsingar um hvað er hægt að gera.

Leyfilegur gestafjöldi með hverju 
fermingarbarni
Athöfn:Mæting á fermingardegiFjöldi 
fermingar- 
barna
Æfingatímimiðað við 2*20 í sóttvarnarhólfiMiðað við 100 manns
Salurinn, Kópavogi 25. okt kl. 1225. okt kl. 10:009:301524. okt kl. 936
Salurinn, Kópavogi 25. okt kl. 1225. okt kl. 12:0011:302824. okt kl. 1023
Salurinn, Kópavogi 25. okt kl. 1425. okt kl. 14:0013:302024. okt kl. 1124
Ef þú átt eftir að ráðstafa fermingardegi barnsins hafðu samband við okkur á ferming@sidmennt.is

Tímasetningar námskeiða 2020

11 vikna vikulegu námskeiðunum í Reykjavík er lokið. 

Helgarnámskeiðin sem eftir eru, eru eftirfarandi: 

Akureyri 
Staður:  Síðuskóli á Akureyri.
Fyrri hluti: laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. maí.
Seinni hluti: laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. maí.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Akranes 
Staður: Skátafélag Akraness, Háholt 24
Fyrri hluti: laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. febrúar.
Seinni hluti: laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. maí.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Kostnaður

Heildar kostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 44.000 kr. og skiptist þannig:

Námskeið
30.000 kr.

Athöfn
14.000 kr.

Fjarnám
35.000 kr.

Heimaferming
20.000 kr.

(Við bætist 110 kr pr. km ef athafnastjóri þarf að ferðast utan starfssvæðis)

Seinskráningargjald
5.000 kr.

(Innheimt eftir að skráningu lýkur 15. nóvember)

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 25% afsláttur.

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt hækkar um 2.000 kr í ár

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt.

Ef annað foreldri er skráð í Siðmennt er veittur 10.000 kr. afsláttur ef báðir eru skráðir er veittur 20.000 kr. afsláttur.*

*Mikilvægt er að senda félaginu tölvupóst, um leið og skráning í BF er send inn, á ferming@sidmennt.is með skjáskoti af vefsíðu Þjóðskrár sem staðfestir að viðkomandi sé í Siðmennt til að geta fengið afslátt. Mögulegt er að skrá sig í Siðmennt á skra.is og senda þá staðfestingu eftir á en fyrir 1. nóvember.