Kynningarfundur vegna borgaralegrar fermingar 2019 verður haldinn sunnudaginn 11. nóvember 2018. Verður hann haldinn í stóra salnum í Háskólabíói og hefst kl 12:00, tímanlega.
Vonumst við til þess að sjá sem flesta þar. Reiknað er með því að fundurinn taki tæplega 1 klukkustund þar sem farið verður yfir veturinn í stuttu máli, námskeiðið, athöfnina, kostnað, kennslustaði og aðra praktíska hluti ásamt því sem spurningum foreldra utan úr sal verður svarað.
Mikilvægt er að sem flestir mæti sem ætla að taka þátt í prógramminu fyrir höfuðborgarsvæðið, en við ætlumst EKKI til að landsbyggðarfólk, sem er búsett langt í burtu, mæti. Fólk sem verður í prógramminu utan höfuðborgarsvæðsins fær samt þetta fundarboð til fróðleiks. Glærurnar sem notaðar verða á fundinum verða settar á vefsíðuna okkar eftir fundinn þannig að þið hafið aðgang að upplýsingunum þar.
Einnig verður fundinum streymt á netinu en upptakan af fundinum verður einnig aðgengileg hér fyrir neðan.
Öll ungmenni og foreldrar/aðstandendur velkomnir!
Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu 2019 má nálgast hér: