Athugið að þetta er upplýsingasíða vegna námskeiða sem hefjast haustið 2018 og í janúar 2019 og vegna athafna sem eiga sér stað í desember 2018 og  vorið 2019. Síðan verður uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum. Síðan verður uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum.

Skráning hefst 1. ágúst 2018 en hér fyrir neðan er hægt að skrá sig á póstlista og fá tilkynningu frá okkur um leið og skráningin hefst.

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2019:

  • Akureyri, Háskólinn á Akureyri – 8.  júní kl 14:00.
  • Reykjanesbær, Fjölbrautaskóli Suðurnesja – 30. mars kl. 14:00.
  • Reykjavík, Háskólabíó – 31. mars kl. 10:00 – 12:00 – 14:00. Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og pláss fyrir 80-85 börn í hverri athöfn. Athugið einnig að daginn fyrir athöfn fara fram æfingar sem nauðsynlegt er fyrir fermingarbörnin að mæta í.
  • Kópavogur, Salurinn – 7. apríl kl. 10:00 – 12:00 – 14:00. Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og einungis pláss fyrir 30 börn í hverri athöfn. Athugið einnig að daginn fyrir athöfn fara fram æfingar sem nauðsynlegt er fyrir fermingarbörnin að mæta í.
  • Garðabær, Fjölbrautaskóli Garðabæjar – 14. apríl kl. 14:00.

Staðfestingar fyrir athafnirnar á Akureyri og Selfossi munu berast á næstu dögum og verður bætt við þessar upplýsingar.

Áformað er að bjóða upp á athafnir á Akranesi, Ísafirði, Húsavík, Egilsstöðum/Austurlandi og jafnvel víðar ef áhugi er fyrir. Staðfestir dagar fyrir þær athafnir munu birtast jafnóðum og búið er að móttaka staðfestingar á húsnæði og öðru sem til þarf

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Ekki er búið að ákveða gjald fyrir Borgaralega fermingu 2019* en meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.

Siðmennt hlaut aðild að Frístundakorti Reykjavíkurborgar 2013 en reglum kortsins var breytt 2014 þannig að trú- og lífsskoðanafélög urðu ekki lengur gjaldgeng. Foreldrar geta þ.a.l. því miður ekki nýtt sér þennan kost lengur.

*gjöld verða ákveðin fyrir 1. júní 2018 og þá birt á þessari síðu.

Upplýsingar um borgaralega fermingu 2019

Ég vil fá sendan tölvupóst til að minna mig má þegar skráning í borgaralega fermingu 2019 hefst.
Close Menu
×
×

Cart