Þetta er upplýsingasíða fyrir borgaralega fermingu haust 2018 og vor 2019

Athugið að þetta er upplýsingasíða vegna námskeiða sem hefjast haustið 2018, í janúar 2019 og síðar 2019 og vegna athafna sem eiga sér stað í desember 2018 og vorið 2019

Síðan verður uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum.

Skráning hófst 1. ágúst 2018

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2019:

  • Reykjanesbær, Fjölbrautaskóli Suðurnesja – 30. mars kl. 14:00.
  • Reykjavík, Háskólabíó – 31. mars kl. 10:00 – 12:00 (fullbókað!) – 14:00. Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og pláss fyrir 85 – 90 börn í hverri athöfn. Athugið einnig að daginn fyrir athöfn fara fram æfingar sem nauðsynlegt er fyrir fermingarbörnin að mæta í.
  • Kópavogur, Salurinn – 7. apríl kl. 10:00 – 12:00 (fullbókað!) – 14:00. Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og einungis pláss fyrir 30 börn í hverri athöfn. Athugið einnig að daginn fyrir athöfn fara fram æfingar sem nauðsynlegt er fyrir fermingarbörnin að mæta í.
  • Garðabær, Fjölbrautaskóli Garðabæjar – 14. apríl kl. 14:00.
  • Akureyri, Háskólinn á Akureyri – 8.  júní kl 14:00.

Staðfest tímasetning fyrir athöfnina á  Selfossi mun berast á næstu dögum og verður bætt við þessar upplýsingar.

Áformað er að bjóða upp á athafnir á Akranesi, Ísafirði, Húsavík, Egilsstöðum/Austurlandi og jafnvel víðar ef áhugi er fyrir. Staðfestir dagar fyrir þær athafnir munu birtast jafnóðum og búið er að móttaka staðfestingar á húsnæði og öðru sem til þarf

NÝJUNGHaustnámskeið / athöfn í desember  

Vegna mikillar eftirspurnar þá verður í fyrsta skipti boðið upp á námskeið sem hefst í haust. Haustnámskeiðið verður haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fyrsti kennslutíminn verður 18. september og síðan verður kennt alla þriðjudaga fram til 27. nóvember frá kl. 16:40 til 18:00.

Aðeins verða 50-60 sæti í boði og kennt í tveimur hópum og um leið og þau fyllast verður lokað fyrir skráningu.

Athafnir haustnámskeiða verða í Háskólabíói sunnudaginn 2. desember kl.  11:00 og kl. 13:00. 
Æfingar fara fram daginn áður, laugardaginn 1. desember, kl. 11:00 og kl. 13:00.

Fjarnám

Boðið er upp á fjarnám barna sem búa erlendis en kjósa fræðslu Siðmenntar. Um er að ræða einstaklingsbundið nám þar sem barnið fær verkefni sem þarf að standa skil á.

Fjarnámið hjá okkur fer fram með tölvupósti. Kennslustjóri fermingarfræðslunnar, Jóhann Björnsson, heimspekingur og grunnskólakennari, sendir möppu til fermingarbarna í fjarnámi í lok desember.

Um leið og 11-vikna námskeið okkar byrjar í janúar, fer Jóhann að senda stutt verkefni vikulega. Fermingarbarnið hefur viku til að svara.

Það er misjafnt hvort fermingarbörn í fjarnámi taka þátt í athöfninni að vori. Það fer eftir því hvort það hentar fjölskyldunni að koma til Íslands á þeim tíma. Ef barnið í fjarnámi kemst ekki, sendum við fermingarskjal til ykkar.

Heimaferming

Er í boði fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem búa erlendis og geta ekki tekið þátt í athöfnum Siðmenntar. Ef þið komið t.d. um sumarið til að halda veislu, er möguleiki að fá athafnarstjóra Siðmenntar til að mæta í veisluna, afhenda fermingarskjalið og segja smávegis frá námskeiðinu og tilgangi borgaralegrar fermingar.  

Kostnaður við heimafermingu er hærri en þátttaka í fermingarathöfnum þar sem um er að ræða sérsniðna og persónuleg þjónusta.

Tímasetningar námskeiða 2019

Í Reykjavík verða haldin vikuleg námskeið sem spanna 11 vikur og eitt helgarnámskeið.

Fermingarbörnin mæta einu sinni í viku og fá að koma með óskir um hvaða dagur hentar best en kennd verða námskeið á öllum virkum dögum og hugsanlega fleiri hópar samtímis (A, B og C hóp) ef fjöldi skráðra kallar á slíkt.

Helgarnámskeið verða í Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi en einnig á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Helgarnámskeiðin eru kennd yfir tvær helgar, skipt í fyrri og seinni hluta og er farið yfir allt námsefni 11-vikna námskeiðanna á þeim.

Helgarnámskeiðið í Reykjavík er ætlað krökkum af landsbyggðinni þar sem ekki verður næg þátttaka til að hafa námskeið á staðnum.

11 vikna vikulegu námskeiðin í Reykjavík verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og verða sem hér segir:

Mánudagar     kl. 16:40 til 18:00, byrjar 7. janúar
Þriðjudagar     kl. 16:40 til 18:00, byrjar 8. janúar
Miðvikudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 9. janúar
Fimmtudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 10. janúar
Föstudagar     kl. 15:40 til 17:00, byrjar 11. janúar

Helgarnámskeiðin verða sem hér segir:

Reykjavík
Staður: Réttarholtsskóli, Réttarholtsvegi, 108 Rvk.
Fyrri hluti: laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. febrúar.
Seinni hluti: laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. mars.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Athugið að helgarnámskeiðið í Reykjavík er aðallega ætlað fermingarbörnum sem eiga heima á landsbyggðinni þar sem ekki eru nógu margir á sama svæði til þess að halda sér námskeið þar. Í undantekningartilvikum getum við einnig leyft börnum frá höfuðborgarsvæðinu að sækja helgarnámskeið ef þau komast ómögulega á öðrum tímum.  

Akureyri 
Staður: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Fyrri hluti: laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. mars.
Seinni hluti: laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. apríl.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Reykjanesbær
Upplýsingar um stað og tíma verða birtar fljótlega.

Selfoss
Upplýsingar um stað og tíma verða birtar fljótlega.

*Hægt er að bjóða upp á helgarnámskeið í sveitarfélögum þar sem a.m.k. 10 fermingarbörn eru skráð.

Kostnaður

Heildar kostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 42.000 kr. og skiptist þannig:

Námskeið
29.000 kr.

Athöfn
13.000 kr.

Fjarnám
32.000 kr.

Heimaferming
15.000 kr.

Seinskráningargjald
4.000 kr.

(Innheimt eftir að skráningu lýkur 15. nóvember)

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt.* 

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.

*Mikilvægt er að senda félaginu skjáskot af vefsíðu Þjóðskrár sem staðfestir að viðkomandi sé í Siðmennt til að geta fengið afslátt. 

Close Menu
×
×

Cart