Siðmennt fól Maskínu að framkvæma könnun í nóvember 2015 um lífsskoðanir Íslendinga. Lagðar voru fyrir 18 spurningar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðargátt Maskínu á netinu og fór fram 13. til 25. nóvember 2015. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu tóku þátt. Svarendur voru 821 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá.
Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að veraldlegar lífsskoðanir séu í mikilli sókn á Íslandi.
Sjá niðurstöður í heild og umfjöllun hér:
[contentblock id=konnun2015]