Á bilinu 47-48% eru hlynnt því að ákvæði um þjóðkirkju verði fellt úr stjórnarskránni en tæplega 30% eru því andvíg, samkvæmt könnun Maskínu fyrir Siðmennt. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu, sem sé þeir sem eru hlynntir eða andvígir, eru á bilinu 61-62% hlynnt því að fella ákvæðið út.
Þetta er öfug niðurstaða við þá sem fékkst í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 en leitast var við að setja spurninguna fram á skýrari og hlutlausari hátt í þessari könnun.
[contentblock id=konnun2015]