Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Könnun: Afgerandi stuðningur við líknandi dauða

Þrír af hverjum fjórum eru hlynntir því að “einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi (líknandi dauði)“ ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir Siðmennt.

Siðmennt hélt málþing um líknardauða fimmtudaginn 29. janúar 2015 á Hótel Sögu.

Markmiðið var að fjalla um þetta viðkvæma málefni út frá sjónarhóli heimspekinnar og út frá upplifun aðstandenda. 

Yfirskrift málþingsins var: „Að deyja með reisn – líknardauði”.

Hægt er að horfa á upptöku af málþinginu hér fyrir neðan:

Frummælendur:
Jóhann Björnsson – heimspekingur og stjórnarmaður í Siðmennt
Erindi: „Er einhver nokkurn tíma betur kominn liðinn en lífs? Um líf og dauða frá sjónarhóli heimspekinnar.“

Sylviane Pétursson Lecoultre – iðjuþjálfi
Erindi: Sylviane er ekkja manns sem var með ólæknandi krabbamein og valdi að deyja líknardauða í Sviss árið 2013. Sylviane fjallar um reynslu þeirra hjóna.

Ingrid Kuhlman – framkvæmdastjóri
Erindi: „Pabbi vildi fá að deyja“ – Faðir Ingridar, Ton Kuhlman sem var hollenskur ríkisborgari, var með þeim fyrstu til að fá ósk um líknardauða uppfyllta.

Fundastjórn:
Sigurður Hólm Gunnarsson – iðjuþjálfi og stjórnarmaður í Siðmennt.

[contentblock id=konnun2015]

Til baka í yfirlit