Ásókninni í Borgaralega fermingu í ár linnir ekki, með 326 skráða þátttakendur í ár núþegar. Nú hafa t.a.m. nógu margir bæst í hópinn á Suðurlandi til þess að bjóða upp á helgarnámskeið á Selfossi. Verður það haldið helgarnar 16.-17. janúar og 12. og 13. mars og verður haldið í Skátaheimilinu. Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.
Nánari upplýsingar má sjá á BF 2016 upplýsingasíðunni.
Þess má svo geta að þó að skráningu í BF 2016 sé formlega lokið er ennþá séns að bæta við þátttakendum, ef laust er á viðkomandi námskeiðum. Nánar um það á skráningarsíðu BF. Athugið að það bætist við kr. 3.000 seinskráningargjald vegna skráninga sem berast héðan í frá, sökum þess að skipulagsvinna hefur þegar átt sér stað.